Fótbolti

Real Madrid tryggði sér titilinn á Spáni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Higuain fagnar marki sínu í kvöld.
Higuain fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Real Madrid tryggði sér í kvöld spænska meistaratitilinn í knattspyrnu er liðið vann öruggan 0-3 útisigur á Athletic Bilbao.

Munurinn á Real Madrid og Barcelona er sjö stig og aðeins tveir leikir eftir. Barcelona getur því ekki náð Real og verður að gefa meistaratitilinn eftir.

Gonzalo Higuain, Mesut Özil og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk Real Madrid í leiknum.

Meistaratitillinn er enn ein rósin í hnappagat þjálfara liðsins, José Mourinho, en hann er nú búinn að vinna meistaratitil í Portúgal, Englandi, Ítalíu og Spáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×