Tíu íslenskar stelpur á leiðinni á EM í áhaldafimleikum í Brussel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2012 14:45 Íslenski hópurinn. Efri röð frá vinstri: Hildur Ólafsdóttir, Tinna Óðinnsdóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir, Þórey Kristinsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir og Jóhanna Rakel Jónasdóttir. Neðri röð frá vinstri: Katrín Myrra Þrastardóttir, Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir, Andrea Rós Jónsdóttir og Guðrún Georgsdóttir. Mynd/Fimleikasamband Íslands Fimleikasamband Íslands sendir tíu keppendur á Evrópumeistaramót kvenna í áhaldafimleikum fer fram 9. til 13. maí næstkomandi í Brussel í Belgíu.Um 36 þjóðir senda keppendur til leiks og má vænta að mótið í ár verði mjög sterkt en gert er ráð fyrir yfir 250 keppendum, keppt er bæði í Senior og Junior flokki. Landsliðshópurinn fer erlendis á laugardaginn 5.maí og tekur þátt í æfingum mánudag og þriðjudag en mótið sjálft hefst á miðvikudaginn 9.maí. Evrópumótið er annað stóra mótið sem landsliðið tekur þátt í á þessu ári, hin tvo eru Norðurlandameistaramót og Norðurevrópumeistaramótið sem haldið verður í Skotlandi í október. Íslenska kvennalandsliðið keppti á dögunum á Norðurlandameistaramótinu, sem fór fram í apríl síðastliðinn í Danmörku, með góðum árangri þar sem þrjár stúlkur unnu til bronsverðlauna á sínum áhöldum, þær Hildur Ólafsdóttir í gólfæfingum, Jóhanna Rakel Jónasdóttir á tvíslá og Norma Dögg Róbertsdóttir í stökki. Keppendur Íslands í Seniorflokki eru Hildur Ólafsdóttir, Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir og Tinna Óðinsdóttir. Keppendur Íslands í Juniorflokki eru Andrea Rós Jónsdóttir, Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir, Guðrún Georgsdóttir, Katrín Myrra Þrastardóttir og Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir. Þjálfarar landliðsins eru Dmitry Varonin og Guðmundur Þór Brynjólfsson en fararstjóri er Þorbjörg Gísladóttir. Auk þeirra fara tveir íslenskir dómarar með og dæma á Evrópumótinu en það eru þær Berglind Pétursdóttir og Hlín Bjarnadóttir. Íslenski hópurinn skipar því fimmtán manns. Innlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira
Fimleikasamband Íslands sendir tíu keppendur á Evrópumeistaramót kvenna í áhaldafimleikum fer fram 9. til 13. maí næstkomandi í Brussel í Belgíu.Um 36 þjóðir senda keppendur til leiks og má vænta að mótið í ár verði mjög sterkt en gert er ráð fyrir yfir 250 keppendum, keppt er bæði í Senior og Junior flokki. Landsliðshópurinn fer erlendis á laugardaginn 5.maí og tekur þátt í æfingum mánudag og þriðjudag en mótið sjálft hefst á miðvikudaginn 9.maí. Evrópumótið er annað stóra mótið sem landsliðið tekur þátt í á þessu ári, hin tvo eru Norðurlandameistaramót og Norðurevrópumeistaramótið sem haldið verður í Skotlandi í október. Íslenska kvennalandsliðið keppti á dögunum á Norðurlandameistaramótinu, sem fór fram í apríl síðastliðinn í Danmörku, með góðum árangri þar sem þrjár stúlkur unnu til bronsverðlauna á sínum áhöldum, þær Hildur Ólafsdóttir í gólfæfingum, Jóhanna Rakel Jónasdóttir á tvíslá og Norma Dögg Róbertsdóttir í stökki. Keppendur Íslands í Seniorflokki eru Hildur Ólafsdóttir, Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir og Tinna Óðinsdóttir. Keppendur Íslands í Juniorflokki eru Andrea Rós Jónsdóttir, Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir, Guðrún Georgsdóttir, Katrín Myrra Þrastardóttir og Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir. Þjálfarar landliðsins eru Dmitry Varonin og Guðmundur Þór Brynjólfsson en fararstjóri er Þorbjörg Gísladóttir. Auk þeirra fara tveir íslenskir dómarar með og dæma á Evrópumótinu en það eru þær Berglind Pétursdóttir og Hlín Bjarnadóttir. Íslenski hópurinn skipar því fimmtán manns.
Innlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira