Fótbolti

Skúli Jón frá keppni í 2-3 mánuði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skúli Jón, lengst til vinstri, fagnar Íslandsmeistaratitlinum á KR-vellinum síðasta sumar.
Skúli Jón, lengst til vinstri, fagnar Íslandsmeistaratitlinum á KR-vellinum síðasta sumar. Mynd / Daníel
Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður Elfsborg í Svíþjóð, verður frá keppni í 2-3 mánuði. Skúli Jón fékk þau skilaboð í gær að hann þyrfti að gangast undir aðgerð á mjöðm.

,,Frábær dagur að kveldi kominn, KR missir unninn leik niður í jafntefli og ákveðið var að ég fari í aðgerð á miðvikudag! #snilld #2-3mánuðir," skrifaði Skúli Jón á Twitter-síðu sína í gærkvöldi.

Skúli Jón gekk til liðs við Elfsborg í lok mars frá Íslands- og bikarmeisturum KR. Elfsborg situr á toppi efstu deildar sænsku knattspyrnunnar eftir sjö umferðir. Liðið tekur á móti IFK Gautaborg í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×