Fótbolti

Foreldrar Guardiola: Heilsan gengur fyrir öllu

Foreldrar Guardiola sitja hér fremst er verið var að veita syni þeirra viðurkenningu.
Foreldrar Guardiola sitja hér fremst er verið var að veita syni þeirra viðurkenningu.
Svo virðist vera að Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hafi ekki verið að ljúga neinu er hann sagðist vera að hætta með liðið þar sem hann væri hreinlega útbruninn eftir síðustu ár.

Faðir hans, Valenti, segir það ekki hafa farið fram hjá neinum í fjölskyldunni hversu mikið starfið hafi verið farið að taka á þjálfarann. Hann fagnar því ákvörðun sonarins.

"Pep var algjörlega búinn á því og hafði unnið allt of mikið. Hann var að hugsa um fótbolta allan sólarhringinn. Þetta er mikil ábyrgðarstaða og hann tók starfið inn á sig," sagði Valenti Guardiola.

"Ég veit ekki hvað hann gerir næst en ég veit að hann mun taka næsta starf jafn alvarlega og hann tók starf sitt hjá Barcelona."

Móðir hans, Dolors, var djúpt snortinn yfir því hvernig stuðningsmenn Barcelona kvöddu son hennar.

"Það var falleg athöfn sem hreyfði við mér. Þegar Pep sagði mér að hann ætlaði að hætta sá ég að hann þurfti frið og hvíld. Það var samt sárt því Barca er Barca en heilsan er mikilvægari en allt annað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×