Fótbolti

Guardiola: Real er búið að vinna titilinn

Messi var afar svekktur eftir leikinn í kvöld.
Messi var afar svekktur eftir leikinn í kvöld.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var auðmjúkur eftir tapið á heimavelli gegn Real Madrid í kvöld sem gerði nánast út um vonir Barcelona á því að vinna Spánarmeistaratitilinn.

"Ég vil byrja á því að óska Real Madrid til hamingju með sigurinn og deildina sem þeir munu klárlega vinna," sagði Guardiola en hann segir að kannski hafi það verið rangt að setja Fabregas á bekkinn og láta Cristian Tello spila.

"Kannski var það rangt af mér að geyma Cesc á bekknum. Hvað get ég sagt því Tello átti frábæran leik í vörn og sókn. Við spiluðum á mörgum ungum mönnum og það er afar jákvætt fyrir framtíð félagsins.

"Við réðum vel við skyndisóknir Real í leiknum en á endanum þá gerðu þeir meira en við í þessum leik. Ég finn til með stuðningsmönnunum en leikmennirnir gáfu allt sem þeir áttu. Það get ég staðfest og því vona ég að þeir hafi skilning.

"Nú þurfa leikmennirnir að slaka aðeins á og svo byrjar undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Chelsea. Vonandi náum við að rífa andann upp," sagði Guardiola en Barcelona var aðeins í þriðja skiptið á hans þjálfaraferli að tapa tveim leikjum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×