Fótbolti

Vandræðaleg myndbirting á forsíðu spænsks dagblaðs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Spænska íþróttadagblaðið Sport breytti um forsíðumynd á tölublaði dagsins eftir að það fór í prentun í gærkvöldi. Var það gert vegna óheppilegrar myndbirtingar á forsíðu.

Myndin var af leikmönnum Barcelona að fagna marki. Í forgrunni var Lionel Messi en í bakgrunni voru aðrir leikmenn, svo sem Carles Puyol og Xavi. Vinstra megin á meðfylgjandi mynd má sjá fyrri forsíðuna sem þótti óviðeigandi. Hægra megin var nýja útgáfan með mynd sem þótti betur við hæfi.

Upp komst um málið þegar stafræn útgáfa af fyrri forsíðunni fór eins og eldur um sinu á samfélagsvefnum Twitter þar sem menn gerðu óspart grín að myndinni. Forráðamenn Sport ákváðu að bregðast við og útskýrðu mál svo mál sitt í dag:

„Myndin var tekin af Sergio Perez hjá Reuters eftir mark Puyol á Santiago Bernabeu í spænsku bikarkeppninni, þann 20. janúar síðastliðinn. Þegar við birtum forsíðuna á mánudaginn fóru samfélagsmiðlar á annan endann vegna staðsetningar þeirra Xavi og Puyol. Var ákveðið að skipta um mynd til að særa ekki neinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×