Fótbolti

Fjórði sigur Elfsborg í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skúli Jón í leik með KR síðastliðið sumar.
Skúli Jón í leik með KR síðastliðið sumar. Mynd/Valli
Skúli Jón Friðgeirsson sneri aftur eftir meiðsli og spilaði síðustu mínúturnar er lið hans, Elfsborg, vann sinn fjórða leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni.

Elfsborg hafði betur gegn GAIS á heimavelli, 2-1. Skúli Jón kom inn á sem varamaður á 81. mínútur en hann missti af síðasta leik vegna smávægilegra meiðsla.

Helgi Valur Daníelsson og félagar í AIK unnu svo góðan sigur á Gefle á útivelli, 1-0, en sigurmarkið kom strax þegar 52 sekúndur voru liðnar af leiknum. Helgi Valur spilaði allan leikinn á miðjunni hjá AIK.

Elfsborg er á toppi deildarinnar með fimmtán stig eftir sex leiki en AIK er í öðru sæti með tólf stig. Leikirnir í kvöld voru þeir fyrstu í sjöttu umferð deildarinnar.

Skúli Jón Friðgeirsson sneri aftur eftir meiðsli og spilaði síðustu mínúturnar er lið hans, Elfsborg, vann sinn fjórða leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×