Fótbolti

Guardiola þreyttur og ætlar að taka eins árs frí

Guardiola á blaðamannafundinum í dag.
Guardiola á blaðamannafundinum í dag.
"Fjögur ár er heil eilífð sem þjálfari Barcelona," sagði Pep Guardiola sem tilkynnti í morgun að hann myndi hætta sem þjálfari Barcelona í sumar.

Guardiola er búinn að vinna þrettán titla á þessum fjórum árum hjá Barcelona. Hann tók við starfinu af Frank Rijkaard á sínum tíma.

"Menn verða þreyttir á endanum og ég er algjörlega búinn að vera. Ég þarf að draga mig í hlé og hlaða rafhlöðurnar upp á nýtt."

Guardiola býst við því að taka sér ársfrí frá boltanum áður en hann ákveður hvað taki við hjá sér.

"Ástæðan er einföld. Þessi fjögur ár hafa tekið sinn toll á mér og ég tel að arftaki minn geti komið með hluti sem ég get ekki lengur. Það eru gríðarlegar kröfur sem fylgja þessu starfi og ég er uppgefinn. Nú þarf ég á hvíld að halda," sagði hinn 41 árs gamli Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×