Fótbolti

Ekkert gengur hjá Bjarna Ólafi og félögum í Stabæk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það gengur hvorki né rekur hjá Bjarna Ólafi og félögum í Stabæk.
Það gengur hvorki né rekur hjá Bjarna Ólafi og félögum í Stabæk. Mynd / Arnþór
Bjarni Ólafur Eiríksson spilaði allan leikinn í vinstri bakverðinum þegar Stabæk tapaði 0-2 á heimavelli gegn Odd Grenland í dag.

Stabæk hefur farið skelfilega af stað í deildinni í vetur. Liðið hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum og er á botni deildarinnar með eitt stig.

Steinþór Freyr Þorsteinsson var í liði Sandnes Ulf sem vann 4-3 sigur á útivelli gegn Fredrikstad. Gilles Mbgang Ondo sat allan tímann á bekknum hjá Úlfunum.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kristján Örn Sigurðsson stóðu vaktina í vörn Hönefoss í markalausu jafntefli á útivelli gegn Tromsö. Hönefoss er enn ósigrað í deildinni með átta stig og hefur aðeins fengið á sig tvö mörk.

Þá lék Indriði Sigurðsson allan leikinn með Viking sem tapaði heima gegn Haugesund. Andrés Már Jóhannesson vermdi tréverkið hjá Haugesund en Alexander Söderlund, fyrrum leikmaður FH, skoraði annað marka gestanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×