Körfubolti

Þorleifur: Vorum okkur til skammar í kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Við komum bara ekki tilbúnir í leikinn og spiluðum einfaldlega illa,"sagði Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir tapið í kvöld.

Grindavík náði ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld en liðið tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn 98-91. Staðan er því 2-1 fyrir Grindavík í einvíginu en næsti leikur verður í Þorlákshöfn á miðvikudaginn.

Þorleifur var allt annað en sáttur með spilamennsku liðsins og baðst formlega afsökunnar á frammistöðunni.

„Stress gæti hafa spilað stórt hlutverk í kvöld en ég taldi sjálfan mig vera tilbúinn fyrir leikinn en var langt frá því að vera nægilega góður."

„Það er rosalega erfitt að bæta einhverju við leik okkar þegar komið er svona langt í mótið en við verðum bara að mæta tilbúnir í næsta leik á Þorlákshöfn," sagði Þorleifur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×