Íslenski boltinn

FH rúllaði yfir KR að Ásvöllum í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sólveig Þórarinsdóttir, Sara Atladóttir, Berglind Arnardóttir og Margrét Sveinsdóttir fagna bikarnum og peningaverðlaununum í dag.
Sólveig Þórarinsdóttir, Sara Atladóttir, Berglind Arnardóttir og Margrét Sveinsdóttir fagna bikarnum og peningaverðlaununum í dag. Mynd / Facebook-síða Söru Atladóttur
Kvennalið FH tryggði sér deildabikarmeistaratitilinn í b-deild þegar liðið skellti KR 5-1 að Ásvöllum í Hafnarfirði í dag.

Úrslitin verða að teljast nokkuð óvænt í ljósi þess að FH lék í næstefstu deild Íslandsmótsins síðasta sumar en KR í deild þeirra bestu. FH hafnaði í efsta sæti riðilsins með 10 stig en sigur hefði tryggt KR-ingum titilinn. Vesturbæjarstelpur höfnuðu í fjórða sæti riðilsins með sex stig.

Margrét Sveinsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Guðrún Frímannsdóttir, Bryndís Jóhannesdóttir og unglingalandsliðsmaðurin Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu mörk FH-inga að því er fram kemur á urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×