Erlent

Gunter Grass meinaður aðgangur að Ísrael

Grass hlaut nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1999.
Grass hlaut nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1999.
Stjórnvöld í Ísrael tilkynntu í dag að nóbelsverðlaunaskáldinu Gunter Grass verði héðan í frá meinaður aðgangur að landinu.

Ástæða þessa ljóð sem Grass birti í fréttablaðinu Süddeutsche Zeitung fyrir stuttu. Þar sakar Grass ísraelsk yfirvöld um að vera beina ógn við heimsfrið og að leggja á ráðin um gjöreyðingu Íran.

Ljóðið vakti hörð viðbrögð og hefur Grass verið sakaður um gyðingahatur. Þá hefur forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, einnig gagnrýnt ljóðið.

Grass nýtur hins vegar mikils stuðnings í Íran. Yfirvöld þar í landi segja að ljóðið varpi nauðsynlegu ljósi á samtíma okkar og þá óstjórn sem ríkir í Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×