Fótbolti

Búið að færa El Clásico

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Það er hart tekist á í leikjum þessara miklu erkifjenda
Það er hart tekist á í leikjum þessara miklu erkifjenda
Stórleik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni hefur nú verið flýtt og mun hann fara fram laugardaginn, 21 apríl.

 

Það er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir El Clásico, eins og innbyrðis leikir liðanna eru kallaðir. Leikurinn er sérstaklega þýðingarmikill en hann gæti haft úrslitaáhrif um það hvort liðið hampi titlinum í ár.

 

Barcelona hefur verið á miklu skriði að undanförnu á meðan Real Madrid hefur verið að tapa stigum í deildinni. Barcelona er nú einungis fjórum stigum á eftir erkifjendum sínum þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni. Leikurinn verður leikinn á Camp Nou, heimavelli Barcelona.

 

Leikurinn verður spilaður á milli tveggja undanúrslitaleikja liðanna í Meistaradeild Evrópu. Þar mætir Real Madrid liði Bayern Munchen á meðan Barcelona etur kappi við Chelsea. Það eru því strembnar vikur sem bíða liðanna og endasprettur tímabilsins ætti að verða æsispennandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×