Fótbolti

Skúli Jón gengur í raðir sænska liðsins Elfsborg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Skúli Jón.
Skúli Jón.
Varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson er genginn í raðir sænska félagsins Elfsborg frá KR. Frá þessu er greint á sænskum miðlum í dag.

Skúli Jón var í samningaviðræðum við norska liðið Sogndal í gær en upp úr þeim viðræðum slitnaði og þá hafði Elfsborg óvænt samband.

Skúli flaug til Svíþjóðar í morgun og samkvæmt heimildum Vísis er hann ekki búinn að skrifa undir samning við félagið en mun gera það seinni partinn. Allt ku annars vera klappað og klárt og verður Elfsborg með blaðamannafund þegar búið er að krota undir samninginn.

Sænska liðið kaupir Skúla af KR og gæti farið svo að hann yrði í leikmannahóp liðsins á morgun er sænska úrvalsdeildin hefst. Þá mætir Elfsborg liði Djurgården.

Elfsborg er eitt sterkasta lið Svíþjóðar og varð í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar í fyrra. Liðið varð síðast meistarið árið 2006.

Helgi Valur Daníelsson og Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson hafa báðir spilað með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×