Fótbolti

Real Madrid búið að skora 100 mörk í spænsku deildinni

Real Madrid er komið með níu stiga forskot í spænsku úrvalsdeildinni eftir afar sannfærandi 1-5 sigur á Osasuna í kvöld. Real Madrid er nú búið að skora 100 mörk í spænsku deildinni en þetta er aðeins í sjötta skiptið sem liði tekst það. Real Madrid á markametið í deildinni en það er 107 mörk og var sett leiktíðina 1989-90.

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í kvöld. Það fyrra með sleggju af löngu færi en seinna markið kom beint úr umdeildri aukaspyrnu. Ronaldo hafði heppnina með sér í skotinu því það fór í varnarmann og inn.

Gonzalo Higuain skoraði einnig tvö mörk en Karim Benzema skoraði fyrsta markið en það var magnað. Ronaldo lagði upp tvö af þessum þrem mörkum sem hann skoraði ekki. Hann er búinn að skora 37 mörk í 30 leikjum í deildinni í vetur.

Barcelona getur minnkað forskotið niður í sex stig á eftir er liðið spilar gegn Athletic Bilbao.

Hér að ofan má sjá undramark Ronaldo í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×