Fótbolti

Skúli Jón búinn að skrifa undir hjá Elfsborg | Fjögurra ára samningur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skúli Jón Friðgeirsson á blaðamannafundinum.
Skúli Jón Friðgeirsson á blaðamannafundinum.
Skúli Jón Friðgeirsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við sænska félagið IF Elfsborg en hann var í framhaldinu kynntur á blaðamannafundi. Skúli Jón mun hefja æfingar með liðinu strax í næstu vikur en verður ekki með á móti Djurgården á morgun í fyrstu umferð sænsku deildarinnar.

Skúli Jón fór út í samningaviðræður við norska félagið Sogndal en þeir upp úr þeim slitnaði þá hafði sænska félagið samband við hann.

Skúli Jón fór strax til Svíþjóðar og hefur nú gengið frá samningi við eitt sterkasta liðið í Svíþjóð en Elfsborg varð í þriðja sæti í deildinni í fyrra.

„Skúli Jón er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður, bæði sem miðvörður, bakvörður og jafnvel sem varnarsinnaður miðjumaður. Hann er líkamlega sterkur, er með góða tækni og sterkur varnarlega. Hann les leikinn líka vel," sagði Jörgen Lennartsson, þjálfari Elfsborg á heimasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×