Fótbolti

Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik

Özil fékk að líta rauða spjaldið í kvöld.
Özil fékk að líta rauða spjaldið í kvöld.
Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik.

Það var ekkert skoraði í fyrri hálfleik en Cristiano Ronaldo kom Real yfir með marki tæpum hálftíma fyrir leikslok.

Síðustu mínútur leiksins voru skrautlegar. Marcos Senna jafnaði leikinn sjö mínútum fyrir leikslok og skömmu síðar fengu tveir leikmenn Real að líta rauða spjaldið með aðeins mínútu millibili.

Það voru þeir Sergio Ramos og Mesut Özil sem fengu beint rautt spjald. Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, varð einnig brjálaður og var vísað upp í stúku af ákveðnum dómara leiksins.

Leikmenn Villarreal náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og bæði lið fóru heim með eitt stig í farteskinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×