Fótbolti

Sérstök Real Madrid lúxuseyja plönuð í Persaflóanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Florentino Perez, forseti Real Madrid, segir hér fjölmiðlum frá lúxuseyjunni í dag.
Florentino Perez, forseti Real Madrid, segir hér fjölmiðlum frá lúxuseyjunni í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spænska stórliðið Real Madrid hefur tilkynnt um plön sín að útbúa sérstaka lúxuseyju í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar verður útbúinn griðastaður fyrir fjölmarga stuðningsmenn Real Madrid í þessum heimshluta.

"Real Madrid Resort Island" heitir staðurinn upp á enska tungu og er verkefni unnið í samvinnu við stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Markmið er að opna staðinn í janúar 2015 en bygging hans mun kosta einn milljarð dollara eða um 127 milljarða íslenskra króna.

Á eyjunni verða byggð íþróttamannvirki af bestu gerð, útbúið lón, byggð lúxushótel og glæsileg einbýlishús en þar verður einnig útbúinn skemmtigarður, sérstakt Real Madrid safn og glæsilegur tíu þúsund manna fótboltavöllur sem verður opinn út á haf.

Svæðið er alls 430 þúsund fermetrar og er markmiðið að fá milljón gesti á fyrsta starfsárinu. Það er talið um að helmingur af 300 milljón stuðningsmönnum Real Madrid séu frá Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×