Tiger fagnaði sigri eftir 924 daga bið | snilldartaktar á Bay Hill 25. mars 2012 23:04 Tiger Woods fagnaði sínum fyrsta sigri í kvöld eftir 924 daga bið. AP Tiger Woods sigraði á Bay Hill meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem lauk í kvöld. Þetta er tímamótasigur hjá bandaríska kylfingnum sem hafði ekki fagnað sigri á atvinnumóti frá árinu 2009. Bay Hill virðist vera einn af uppáhaldskeppnisvöllum hjá Woods. Því þetta er í sjöunda sinn sem hann sigrar á þessu móti. Woods var fimm höggum betri en Norður-Írinn Graeme McDowell sem endaði í öðru sæti. Woods lék lokahringinn á -2 eða 70 höggum og var hann samtals á -13. Þetta er mesti munur á PGA móti frá því að Rory McIlroy sigraði með átta högga mun á opna bandaríska meistaramótinu á síðasta ári. "Þetta er góð tilfinning, mjög góð tilfinning,“ sagði Woods í sjónvarpsviðtali við NBC eftir keppnina. "Aðstæður voru erfiðar og holustaðsetningar voru hrikalegar. Arnie náði að gera okkur grikk,“ bætti Woods við og vitnaði þar í Arnold Palmer sem er gestgjafinn á þessu móti. "Hafið gætur á ykkur strákar sem eruð á PGA mótaröðinni. Tiger er mættur til leiks á ný,“ sagði Johnny Miller golfsérfræðingur á NBC sjónvarpsstöðinni eftir keppnina. Woods hefur sigrað á 72 mótum á PGA mótaröðinni. Fyrir lokahringinn hafði Woods eins höggs forskot á McDowell. Golf Tengdar fréttir Öskur setti Tiger úr jafnvægi | Eins höggs forskot fyrir lokahringinn Tiger Woods er í kjörstöðu fyrir lokahringinn á Arnold Palmer boðsmótinu í Orlando sem leikinn verður í dag. Tiger, sem lék hringinn í gær á einu höggi undir pari, hefur eins höggs forskot á Norður-Írann Graeme McDowell. 25. mars 2012 09:00 Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. 23. mars 2012 14:45 Tiger Woods í góðum málum í Orlando Tiger Woods spilaði annan hringinn á Arnold Palmer boðsmótinu á sjö höggum undir pari í gær. Hann deilir forystusætinu með Charlie Wie frá Suður-Kóreu. 24. mars 2012 09:00 Feherty gerði stólpagrín að Tiger Woods | myndband David Feherty, golfsérfræðingur Golf Channel, er þekktur fyrir að láta flest flakka þegar hann opnar munninn. Írinn, sem var á árum áður atvinnumaður í golfi, er einn þekktasti íþróttafréttamaðurinn sem fjallar um golf og hann er einnig sá umdeildasti. 22. mars 2012 13:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods sigraði á Bay Hill meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem lauk í kvöld. Þetta er tímamótasigur hjá bandaríska kylfingnum sem hafði ekki fagnað sigri á atvinnumóti frá árinu 2009. Bay Hill virðist vera einn af uppáhaldskeppnisvöllum hjá Woods. Því þetta er í sjöunda sinn sem hann sigrar á þessu móti. Woods var fimm höggum betri en Norður-Írinn Graeme McDowell sem endaði í öðru sæti. Woods lék lokahringinn á -2 eða 70 höggum og var hann samtals á -13. Þetta er mesti munur á PGA móti frá því að Rory McIlroy sigraði með átta högga mun á opna bandaríska meistaramótinu á síðasta ári. "Þetta er góð tilfinning, mjög góð tilfinning,“ sagði Woods í sjónvarpsviðtali við NBC eftir keppnina. "Aðstæður voru erfiðar og holustaðsetningar voru hrikalegar. Arnie náði að gera okkur grikk,“ bætti Woods við og vitnaði þar í Arnold Palmer sem er gestgjafinn á þessu móti. "Hafið gætur á ykkur strákar sem eruð á PGA mótaröðinni. Tiger er mættur til leiks á ný,“ sagði Johnny Miller golfsérfræðingur á NBC sjónvarpsstöðinni eftir keppnina. Woods hefur sigrað á 72 mótum á PGA mótaröðinni. Fyrir lokahringinn hafði Woods eins höggs forskot á McDowell.
Golf Tengdar fréttir Öskur setti Tiger úr jafnvægi | Eins höggs forskot fyrir lokahringinn Tiger Woods er í kjörstöðu fyrir lokahringinn á Arnold Palmer boðsmótinu í Orlando sem leikinn verður í dag. Tiger, sem lék hringinn í gær á einu höggi undir pari, hefur eins höggs forskot á Norður-Írann Graeme McDowell. 25. mars 2012 09:00 Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. 23. mars 2012 14:45 Tiger Woods í góðum málum í Orlando Tiger Woods spilaði annan hringinn á Arnold Palmer boðsmótinu á sjö höggum undir pari í gær. Hann deilir forystusætinu með Charlie Wie frá Suður-Kóreu. 24. mars 2012 09:00 Feherty gerði stólpagrín að Tiger Woods | myndband David Feherty, golfsérfræðingur Golf Channel, er þekktur fyrir að láta flest flakka þegar hann opnar munninn. Írinn, sem var á árum áður atvinnumaður í golfi, er einn þekktasti íþróttafréttamaðurinn sem fjallar um golf og hann er einnig sá umdeildasti. 22. mars 2012 13:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Öskur setti Tiger úr jafnvægi | Eins höggs forskot fyrir lokahringinn Tiger Woods er í kjörstöðu fyrir lokahringinn á Arnold Palmer boðsmótinu í Orlando sem leikinn verður í dag. Tiger, sem lék hringinn í gær á einu höggi undir pari, hefur eins höggs forskot á Norður-Írann Graeme McDowell. 25. mars 2012 09:00
Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. 23. mars 2012 14:45
Tiger Woods í góðum málum í Orlando Tiger Woods spilaði annan hringinn á Arnold Palmer boðsmótinu á sjö höggum undir pari í gær. Hann deilir forystusætinu með Charlie Wie frá Suður-Kóreu. 24. mars 2012 09:00
Feherty gerði stólpagrín að Tiger Woods | myndband David Feherty, golfsérfræðingur Golf Channel, er þekktur fyrir að láta flest flakka þegar hann opnar munninn. Írinn, sem var á árum áður atvinnumaður í golfi, er einn þekktasti íþróttafréttamaðurinn sem fjallar um golf og hann er einnig sá umdeildasti. 22. mars 2012 13:30