Sport

Eaton bætti heimsmetið um 77 stig | Þrjú heimsmet á þremur árum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eaton fagnar sigri sínum í Istanbúl í gær.
Eaton fagnar sigri sínum í Istanbúl í gær. Nordic Photos / Getty
Bandaríkjamaðurinn Ashton Eaton stal senunni á HM í frjálsum íþróttum innanhúss í Istanbúl í gær. Fjölþrautarkappinn bætti eigið heimsmet í sjöþraut þegar hann fékk 6645 stig en fyrra heimsmet hans var 6568 stig.

Fyrir lokagreinina sem var 1000 metra hlaupið þurfti Eaton að hlaupa á 2:39.54 mínútum til að bæta heimsmetið. Líkt og í öllum greinunum dagsins var Eaton í sérflokki í hlaupinu. Hann kom í mark á tímanum 2:32.77 mínútum eða tæpum níu sekúndum á undan næsta manni.

Þetta er þriðja heimsmet Eaton í greininni á þremur árum.

Eaton, sem hlaut silfurverðlaun í tugþraut á HM utanhúss í Daegu á síðasta ári, telur sig eiga nokkur ár í að verða jafnöflugur í tugþraut og í sjöþraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×