Halldór: Ekki hægt að verja sameiningu Landsbankans og Glitnis 12. mars 2012 14:16 Halldór Kristjánsson og Sigurjón Árnason, bankastjórar Landsbankans, í Ráðherrabústaðnum haustið 2008. Halldór gaf símaskýrslu fyrir Landsdómi. Lausafjárvandi Glitnis á árinu 2008 var miklu meiri en lausafjárvandi Landsbankans. Stjórnendur síðarnefnda bankans töldu það því ekki forsvaranlegt að sameina Landsbankann og Glitni nema að til kæmi lausafé í formi langtímaláns frá ríkinu. Þetta kom fram í máli Halldórs J. Kristjánsson fyrir Landsdómi í dag. Halldór er búsettur erlendis. Hann kom ekki til landsins heldur gaf hann skýrslu í gegnum síma. „Við vissum að endurgreiðslubyrði erlendra lána Glitnis á haustmánuðm og á fyrsta ársfjórðungi 2009 voru afar þungar á meðan þær voru afar litlar hjá Landsbankanum," sagði Halldór. Landsbankinn væri því að sameinast banka sem stríddi við miklu meiri lausafjárvanda. „Við gátum ekki varið það að gera þetta nema að laust fé kæmi til og þá í formi langtímaláns frá yfirvöldum. Það var nú ekki fáanlegt á þeim tíma," sagði Halldór. Tryggvi Þór Herbertsson hafi aftur rætt þetta mál í ágúst 2008 en þá hafi sama sjónarmið verið að baki hjá Landsbankanum. Það væri erfitt að verja þetta fyrir hluthöfum í Landsbankanum. Halldór sagði þó að ýmislegt hefði verið gert til þess að draga úr starfsemi Landsbankans í aðdraganda hrunsins. Á fyrstu mánuðum ársins 2008 hafi efnahagsreikningurinn dregist saman um 5-6%. Í september hefði verið reyndur samruni við Straum að selja verðbréfafyrirtæki Landsbankans í Evrópu inn í Straum og þar með inn í sérhæfðan fjárfestingabanka. Landsdómur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lausafjárvandi Glitnis á árinu 2008 var miklu meiri en lausafjárvandi Landsbankans. Stjórnendur síðarnefnda bankans töldu það því ekki forsvaranlegt að sameina Landsbankann og Glitni nema að til kæmi lausafé í formi langtímaláns frá ríkinu. Þetta kom fram í máli Halldórs J. Kristjánsson fyrir Landsdómi í dag. Halldór er búsettur erlendis. Hann kom ekki til landsins heldur gaf hann skýrslu í gegnum síma. „Við vissum að endurgreiðslubyrði erlendra lána Glitnis á haustmánuðm og á fyrsta ársfjórðungi 2009 voru afar þungar á meðan þær voru afar litlar hjá Landsbankanum," sagði Halldór. Landsbankinn væri því að sameinast banka sem stríddi við miklu meiri lausafjárvanda. „Við gátum ekki varið það að gera þetta nema að laust fé kæmi til og þá í formi langtímaláns frá yfirvöldum. Það var nú ekki fáanlegt á þeim tíma," sagði Halldór. Tryggvi Þór Herbertsson hafi aftur rætt þetta mál í ágúst 2008 en þá hafi sama sjónarmið verið að baki hjá Landsbankanum. Það væri erfitt að verja þetta fyrir hluthöfum í Landsbankanum. Halldór sagði þó að ýmislegt hefði verið gert til þess að draga úr starfsemi Landsbankans í aðdraganda hrunsins. Á fyrstu mánuðum ársins 2008 hafi efnahagsreikningurinn dregist saman um 5-6%. Í september hefði verið reyndur samruni við Straum að selja verðbréfafyrirtæki Landsbankans í Evrópu inn í Straum og þar með inn í sérhæfðan fjárfestingabanka.
Landsdómur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira