Innlent

Halldór: Ekki hægt að verja sameiningu Landsbankans og Glitnis

Halldór Kristjánsson og Sigurjón Árnason, bankastjórar Landsbankans, í Ráðherrabústaðnum haustið 2008. Halldór gaf símaskýrslu fyrir Landsdómi.
Halldór Kristjánsson og Sigurjón Árnason, bankastjórar Landsbankans, í Ráðherrabústaðnum haustið 2008. Halldór gaf símaskýrslu fyrir Landsdómi.
Lausafjárvandi Glitnis á árinu 2008 var miklu meiri en lausafjárvandi Landsbankans. Stjórnendur síðarnefnda bankans töldu það því ekki forsvaranlegt að sameina Landsbankann og Glitni nema að til kæmi lausafé í formi langtímaláns frá ríkinu. Þetta kom fram í máli Halldórs J. Kristjánsson fyrir Landsdómi í dag. Halldór er búsettur erlendis. Hann kom ekki til landsins heldur gaf hann skýrslu í gegnum síma.

„Við vissum að endurgreiðslubyrði erlendra lána Glitnis á haustmánuðm og á fyrsta ársfjórðungi 2009 voru afar þungar á meðan þær voru afar litlar hjá Landsbankanum," sagði Halldór. Landsbankinn væri því að sameinast banka sem stríddi við miklu meiri lausafjárvanda.

„Við gátum ekki varið það að gera þetta nema að laust fé kæmi til og þá í formi langtímaláns frá yfirvöldum. Það var nú ekki fáanlegt á þeim tíma," sagði Halldór. Tryggvi Þór Herbertsson hafi aftur rætt þetta mál í ágúst 2008 en þá hafi sama sjónarmið verið að baki hjá Landsbankanum. Það væri erfitt að verja þetta fyrir hluthöfum í Landsbankanum.

Halldór sagði þó að ýmislegt hefði verið gert til þess að draga úr starfsemi Landsbankans í aðdraganda hrunsins. Á fyrstu mánuðum ársins 2008 hafi efnahagsreikningurinn dregist saman um 5-6%. Í september hefði verið reyndur samruni við Straum að selja verðbréfafyrirtæki Landsbankans í Evrópu inn í Straum og þar með inn í sérhæfðan fjárfestingabanka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×