Fótbolti

Rúrik með gríðarlega stóra kúlu á höfðinu eftir skallaeinvígi

Íslenski landsliðsframherjinn Rúrik Gíslason fékk gríðarlegt höfuðhögg í leik OB og Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina.
Íslenski landsliðsframherjinn Rúrik Gíslason fékk gríðarlegt höfuðhögg í leik OB og Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. twittersíða Rúriks.
Íslenski landsliðsframherjinn Rúrik Gíslason fékk gríðarlegt höfuðhögg í leik OB og Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Rúrik og Jeppe Brandrup leikmaður Lyngby skullu saman í baráttunni um boltann og fékk Rúrik gríðarlega kúlu á vinstra gagnaugað eins og sjá má á myndinni.

Myndband af atvikinu á TV2.

Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik og fór Rúrik af leikvelli og kom hann ekki meira við sögu í leiknum.

Jeppe Brandrup tryggði hinsvegar Lyngby 1-0 sigur í leiknum. OB er í áttunda sæti deildarinnar þegar 21 umferðir eru liðnar af mótinu.

Læknateymi OB mun fylgjast vel með heilsufari Rúriks á næstu dögum en hann getur varla opna augað vegna bólgu á þessu svæði. Rúrik virðist ekki hafa fengið heilahristing eftir höggið.

Í samtali við norska dagblaðið VG segir Rúrik að hann hafi það gott ekkert ami að sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×