Tiger Woods langt frá sínu besta | Love sýndi gamla takta Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. mars 2012 10:15 Tiger Woods var ekkert sérstaklega ánægður með spilamennskuna hjá sér í gær. AP Flestir af bestu kylfingum heims hófu leik í gær á Honda meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í Flórída. Davis Love frá Bandaríkjunum er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar, 64 höggum. Norður-Írinn Rory McIlroy er á -4 líkt og sjö aðrir kylfingar sem deila 2.-9. sæti. Love er fyrirliði bandaríska Ryderliðsins og jafnaði hann vallarmetið, auk þess sem hann fór holu í höggi á 5. holu vallarins.Staðan á mótinu: Hinn 48 ára gamli Love hefur sagt að hann ætli sér að leika gegn úrvalsliði Evrópyu í september þegar Ryderkeppnin fer fram – ef hann nær að tryggja sér sæti í liðinu með því að vera ofarlega á bandaríska Ryderstigalistanum. Englendingurinn Ian Poulter varð að draga sig úr keppni vegna veikinda en hann átti að leika með Tiger Woods og Lee Westwood fyrstu tvo keppnisdagana. Tiger Woods er á meðal keppenda en hann hefur átt erfitt uppdráttar á golfvellinum undanfarin misseri. Woods náði sér aldrei á flug í gær og lék hann á 71 höggi, +1. Hann er reyndar einu höggi betri en Lee Westwood frá Englandi sem er á 72 höggum. Pútterinn var ískaldur hjá Woods líkt og áður. Hann fékk fugl á fyrstu braut vallarins en hann fékk aðeins tvo fugla (-1) og fjóra skolla (+1) á hringnum. Justin Rose, Noh Seung-yul, Dicky Pride, Kevin Stadler, Ryan Palmer, Martin Flores og Harris English eru allir á -4 eftir fyrsta keppnisdaginn. Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Flestir af bestu kylfingum heims hófu leik í gær á Honda meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í Flórída. Davis Love frá Bandaríkjunum er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar, 64 höggum. Norður-Írinn Rory McIlroy er á -4 líkt og sjö aðrir kylfingar sem deila 2.-9. sæti. Love er fyrirliði bandaríska Ryderliðsins og jafnaði hann vallarmetið, auk þess sem hann fór holu í höggi á 5. holu vallarins.Staðan á mótinu: Hinn 48 ára gamli Love hefur sagt að hann ætli sér að leika gegn úrvalsliði Evrópyu í september þegar Ryderkeppnin fer fram – ef hann nær að tryggja sér sæti í liðinu með því að vera ofarlega á bandaríska Ryderstigalistanum. Englendingurinn Ian Poulter varð að draga sig úr keppni vegna veikinda en hann átti að leika með Tiger Woods og Lee Westwood fyrstu tvo keppnisdagana. Tiger Woods er á meðal keppenda en hann hefur átt erfitt uppdráttar á golfvellinum undanfarin misseri. Woods náði sér aldrei á flug í gær og lék hann á 71 höggi, +1. Hann er reyndar einu höggi betri en Lee Westwood frá Englandi sem er á 72 höggum. Pútterinn var ískaldur hjá Woods líkt og áður. Hann fékk fugl á fyrstu braut vallarins en hann fékk aðeins tvo fugla (-1) og fjóra skolla (+1) á hringnum. Justin Rose, Noh Seung-yul, Dicky Pride, Kevin Stadler, Ryan Palmer, Martin Flores og Harris English eru allir á -4 eftir fyrsta keppnisdaginn.
Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira