Jón Guðni: Reyndum allt til þess að afla fjár 9. mars 2012 12:44 Jón Guðni Ómarsson, sagði starfsmenn Glitnis, þar á meðal 30 til 40 manna hóp innan bankans, hafa reynt allt til þess að styrkja fjármögnun bankans á árinu 2008. Mynd/GVA Jón Guðni Ómarsson, f. starfsmaður fjárstýringar Glitnis og nú framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, sagði fyrir Landsdómi í morgun að starfsmenn Glitnis hefðu reynt allt til þess að styrkja fjármögnun bankans og afla nýs lánsfjár, á árinu 2008. Meðal þess sem Jón Guðni nefndi, var að Glitnir hafði fengið erlenda banka til þess vera ráðgefandi í því hvernig bankinn gæti útvegað sér lausafé. Þar á meðal var bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers, sem féll eftirminnilega 15. september 2008, sem kom með þá hugmynd að Glitnir myndi búa til sérstök eignarhaldsfélög (E. SPV), nota þau til þess að búa til skuldabréf og veðsetja þau til þess að fá fjármagn hjá Seðlabanka Evrópu. Með þessu fyrirkomulagi var hægt að gefa út skuldabréf á þessi sérstöku skuldabréf, og fá veðlán. Jón Guðni sagði að þetta væri það fyrirkomulag sem Seðlabanki Evrópu hefði ekki síst notað nú eftir hrunið 2008, og margfaldað efnahagsreikning sinn með þess háttar lánveitingum. Alls voru búin til þrjú félög sem þessi, sem hétu Haf, Hólm og Holt, sem Glitnir útvegaði sér evrur með. Andri Árnason hrl., lögmaður Geirs H. Haarde, spurði Jón Guðna hvort hann teldi að þrýstingur frá ákærða, þ.e. Geir, hefði einhverju breytt um þessa vinnu. "Nei það tel ég ekki, það voru allir að reyna eftir fremsta megni að útvega lausafé fyrir bankann," sagði Jón Guðni. Landsdómur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Jón Guðni Ómarsson, f. starfsmaður fjárstýringar Glitnis og nú framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, sagði fyrir Landsdómi í morgun að starfsmenn Glitnis hefðu reynt allt til þess að styrkja fjármögnun bankans og afla nýs lánsfjár, á árinu 2008. Meðal þess sem Jón Guðni nefndi, var að Glitnir hafði fengið erlenda banka til þess vera ráðgefandi í því hvernig bankinn gæti útvegað sér lausafé. Þar á meðal var bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers, sem féll eftirminnilega 15. september 2008, sem kom með þá hugmynd að Glitnir myndi búa til sérstök eignarhaldsfélög (E. SPV), nota þau til þess að búa til skuldabréf og veðsetja þau til þess að fá fjármagn hjá Seðlabanka Evrópu. Með þessu fyrirkomulagi var hægt að gefa út skuldabréf á þessi sérstöku skuldabréf, og fá veðlán. Jón Guðni sagði að þetta væri það fyrirkomulag sem Seðlabanki Evrópu hefði ekki síst notað nú eftir hrunið 2008, og margfaldað efnahagsreikning sinn með þess háttar lánveitingum. Alls voru búin til þrjú félög sem þessi, sem hétu Haf, Hólm og Holt, sem Glitnir útvegaði sér evrur með. Andri Árnason hrl., lögmaður Geirs H. Haarde, spurði Jón Guðna hvort hann teldi að þrýstingur frá ákærða, þ.e. Geir, hefði einhverju breytt um þessa vinnu. "Nei það tel ég ekki, það voru allir að reyna eftir fremsta megni að útvega lausafé fyrir bankann," sagði Jón Guðni.
Landsdómur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira