Innlent

Sylvía: Seðlabankinn "mjög vel undirbúinn"

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, verkfræðingur og sérfræðingur í almannavörnum, sést hér ganga inn í salinn í Þjóðmenningarhúsinu. Mynd/GVA
Sylvía Kristín Ólafsdóttir, verkfræðingur og sérfræðingur í almannavörnum, sést hér ganga inn í salinn í Þjóðmenningarhúsinu. Mynd/GVA
Sylvía Kristín Ólafsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður viðbúnaðardeildar á fjármálasviði Seðlabanka Íslands, sagði Seðlabanka Íslands hafa verið "mjög vel undirbúinn" undir það að þurfa að sjá um greiðslumiðlun ef til fjármálaáfalls kæmi. Það hefði sýnt sig í hruninu, þegar starfsfólks seðlabankans hefði lyft grettistaki við erfiðar aðstæður.

Sylvía, sem er nú búsett í Lúxemborg, sagði fyrir Landsdómi að sérstakur viðbúnaðarhópur innan Seðlabankans hefði unnið að því að draga upp sviðsmyndir af fjármálaáföllum, sem meðal annars hefðu komið til umræðu í samráðshópi stjórnvalda, FME og seðlabankans, um fjármálastöðugleika.

Sylvía sagðist enn fremur hafa tekið þátt í greiningu á útlánaáhættu bankanna, og það hefðu verið komnar fram áhyggjuraddir innan seðlabankans strax árið 2006 vegna krosseignatengsla og mögulegar áhættu eins banka á annan. Unnar hefðu verið margar greiningar, en FME hefði einnig haft eftirlit með þessum þáttum á sínum snærum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×