Hundrað japanskir blaðamenn mættu á fundinn hjá Lagerbäck Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2012 14:15 Lars Lagerbäck. Mynd/Vilhelm Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hélt blaðamannafund í morgun að íslenskum tíma fyrir vináttulansleik Íslands og Japans á morgun. Blaðamannafundurinn var fjölmennur samkvæmt frétt á ksi.is en hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja. Lagerbäck var spurður fjölmargra spurninga. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, föstudaginn 24. febrúar. Hann hefst klukkan 10:20 að íslenskum tíma en útsendingin hefst 10 mínútum fyrr. Lars sagðist alltaf byggja lið sitt á sterkum varnarleik, lykilatriði í öllu leikskipulagi og hann tók skýrt fram að hann hefði "engar sérstakar áhyggjur af því hvort lið hans spili skemmtilegan fótbolta, aðalmálið er að leika vel og ná í stig, helst sigur í hverjum leik. Það þýðir þó ekki að það verði að leika blússandi sóknarbolta, flestir leikir vinnast á sterkum varnarleik," hefur heimasíða KSÍ eftir Lars Lagerbäck af fundinum. "Þessi leikur er auðvitað bara fyrsti leikurinn í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni HM 2014, en menn eiga samt alltaf að leika til sigurs, það er ekki síður mikilvægt að fá menn til að hugsa eins og sigurvegara (innsk. "winning mentality")," sagði Lagerbäck. Mikill áhugi er fyrir leiknum ytra og er uppselt á Nagai leikvanginn í Osaka en þessi völlur tekur um 50.000 manns. Leikið var m.a. á þessum velli á HM 2002 en þrír af leikjum keppninnar fór þar fram. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hélt blaðamannafund í morgun að íslenskum tíma fyrir vináttulansleik Íslands og Japans á morgun. Blaðamannafundurinn var fjölmennur samkvæmt frétt á ksi.is en hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja. Lagerbäck var spurður fjölmargra spurninga. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, föstudaginn 24. febrúar. Hann hefst klukkan 10:20 að íslenskum tíma en útsendingin hefst 10 mínútum fyrr. Lars sagðist alltaf byggja lið sitt á sterkum varnarleik, lykilatriði í öllu leikskipulagi og hann tók skýrt fram að hann hefði "engar sérstakar áhyggjur af því hvort lið hans spili skemmtilegan fótbolta, aðalmálið er að leika vel og ná í stig, helst sigur í hverjum leik. Það þýðir þó ekki að það verði að leika blússandi sóknarbolta, flestir leikir vinnast á sterkum varnarleik," hefur heimasíða KSÍ eftir Lars Lagerbäck af fundinum. "Þessi leikur er auðvitað bara fyrsti leikurinn í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni HM 2014, en menn eiga samt alltaf að leika til sigurs, það er ekki síður mikilvægt að fá menn til að hugsa eins og sigurvegara (innsk. "winning mentality")," sagði Lagerbäck. Mikill áhugi er fyrir leiknum ytra og er uppselt á Nagai leikvanginn í Osaka en þessi völlur tekur um 50.000 manns. Leikið var m.a. á þessum velli á HM 2002 en þrír af leikjum keppninnar fór þar fram.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira