Tónlist

Sóley mætir í Vasadiskó

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Tilveran hefur svo sannarlega breyst fyrir Sóleyju Stefánsdóttur tónlistarkonu frá því að hún gaf út frumraun sína We Sink fyrir jól. Síðan þá hefur hún verið á stöðugum ferðalögum víðs vegar um heim að leika á tónleikum. Svörunin kemur hennir sjálfri á óvart en hún hefur t.d. náð yfir milljónum spilana á sumum laga sinna á YouTube. Þegar Fésbókar síða hennar er skoðuð eru aðdáendur hennar frá ýmsum heimshonum en hún gefur út plötur sínar hjá þýsku útgáfunni Morr Music. Lag Sóleyjar, Smashed Birds, endaði í öðru sæti yfir lög ársins í fyrra hjá Vasadiskó en breiðskífa hennar í því fjórða. Sóley mætir í þáttinn á morgun með vasadiskóið sitt (mp3) spilara og setur á shuffle. Það verður spennandi að heyra hvað þessi hæfileikaríka unga tónlistarkona hlustar á í frítíma sínum. Þátturinn er í boði Gogoyoko og er á dagskrá X-sins á sunnudögum kl. 15. Fylgist með þættinum á Fésbókinni en þar má finna alla lagalista frá upphafi auk þess sem þáttastjórnandi setur inn nýja spennandi tónlist nánast á hverjum degi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.