Enski boltinn

Guardiola: Barcelona verður ekki meistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Pep Guardiola hefur gefið meistaravonir Barcelona upp á bátinn en liðið er nú tíu stigum á eftir Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni.

Barcelona vann 2-1 sigur á Atletico Madrid um helgina en Real hafði betur gegn Rayo Vallecano, 1-0. Þó svo að um þrír mánuðir séu eftir af tímabilinu gerir Guardiola ekki ráð fyrir því að geta náð Real að stigum.

„Ég held að við munum ekki vinna deildina," sagði Guardiola. „En við munum berjast til loka tímabilsins."

Lionel Messi tryggði Barcelona sigurinn með glæsilegu mark beint úr aukaspyrnu og uppskar hrós frá Guardiola. „Leiðtogi er sá sem stígur fram þegar þörfin er mest og Leo hefur verið í þessu hlutverki fyrir okkur í fjögur ár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×