Körfubolti

Bíddu, var einhver að tala um troðslu ársins | Griffin minnti á sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það eru flestir vanalega sammála um það að Blake Griffin eigi flottustu troðslurnar í NBA-deildinni í körfubolta en í gær voru allir að missa sig yfir því þegar LeBron James hoppaði yfir einn leikmann Chicago Bulls áður en hann tróð boltanum með tilþrifum í körfuna.

Blake Griffin ætlaði greinilega að minna á sig í nótt í leik Los Angeles Clippers á móti Oklahoma City Thunder því troðsla hans yfir Kendrick Perkins hefur stolið sviðsljósinu í umfjölluninni um NBA-deildina í morgun.

Kendrick Perkins þykir einn af betri varnarmiðherjum deildarinnar og er ekkert lamb að leika sér við undir körfunni. Griffin tók sig samt til og tróð eftirminnilega yfir hann í nótt eftir að hafa fengið flotta sendingu frá Chris Paul.

Chris Paul talaði um það eftir leikinn að þetta hefði verið eitt það ótrúlegasta sem hann hafi orðið vitni af inn á körfuboltavellinum en það má sjá þessa troðslu með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×