Vilja vísa frá tillögu um afturköllun málshöfðunar á hendur Geir Haarde Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2012 12:50 Þingmenn stjórnarflokkanna vilja koma í veg fyrir að þingsályktun um afturköllun málshöfðunar á hendur Geir Haarde fyrir Landsdómi komist á dagskrá. Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er á dagskrá þingsins hinn 20. desember næstkomandi, en Alþingi kemur saman á morgun. Óvíst er hvort þingmeirihluti er fyrir tillögunni, en í desember gerðu sjálfstæðismenn sér vonir um að þeir hefðu meirihluta fyrir henni en vonast eftir því að einhverjir í stjórnarflokkunum styddu hana. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vissi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna utan þingflokka, af tillögunni áður en hún var lögð fram. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að til staðið hafi til að Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknar, Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir úr Vinstri grænum yrðu meðflutningsmenn með Bjarna að tillögunni, en samkvæmt heimildum fréttastofu varð mikil andstaða í þingflokki Samfylkingarinnar við þau áform Kristjáns til þess að hann féll frá þeim. Það mun hafa leitt til þess að þau Guðfríður Lilja og Sigurður Ingi ákvaðu að vera ekki meðflutningsmenn tillögunnar, en tekið skal fram að ekkert þeirra hafði gefið formlegt samþykki sitt fyrir stuðningi við tillöguna. Meirihluti þingflokks Framsóknar studdi þingsályktun um ákæru á hendur Geir þegar hún var lögð fram á sínum tíma en það hefur breyst mikið núna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lagst á menn af nokkrum þunga í báðum stjórnarflokkunum, Samfylkingunni og Vinstri grænum, að styðja ekki tillögu um afturköllun ákærunnar með þeim rökum að það muni skemma fyrir ríkisstjórnarsamstarfinu verði tillagan samþykkt. Aðrir þingmenn segja að um ótengd mál sé að ræða. Það þurfi engan veginn að hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið þótt Alþingi álykti að afturkalla ákæruna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það rætt af nokkurri alvöru meðal stjórnarflokkanna að koma í veg fyrir að þingsályktunartillagan komist á dagskrá, en heimild er fyrir því í þingsköpum að vísa frá þingsályktunartillögu. Þá þarf að leggja fram sérstaka frávísunartillögu og verði hún samþykkt verður engin atkvæðagreiðsla um þingsályktunartillögu um afturköllun málshöfðunar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vilja þónokkrir þingmenn úr báðum stjórnarflokkum þessar lyktir málsins, en það skýrist væntanlega á föstudaginn næstkomandi hver niðurstaðan verður. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Þingmenn stjórnarflokkanna vilja koma í veg fyrir að þingsályktun um afturköllun málshöfðunar á hendur Geir Haarde fyrir Landsdómi komist á dagskrá. Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er á dagskrá þingsins hinn 20. desember næstkomandi, en Alþingi kemur saman á morgun. Óvíst er hvort þingmeirihluti er fyrir tillögunni, en í desember gerðu sjálfstæðismenn sér vonir um að þeir hefðu meirihluta fyrir henni en vonast eftir því að einhverjir í stjórnarflokkunum styddu hana. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vissi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna utan þingflokka, af tillögunni áður en hún var lögð fram. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að til staðið hafi til að Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknar, Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir úr Vinstri grænum yrðu meðflutningsmenn með Bjarna að tillögunni, en samkvæmt heimildum fréttastofu varð mikil andstaða í þingflokki Samfylkingarinnar við þau áform Kristjáns til þess að hann féll frá þeim. Það mun hafa leitt til þess að þau Guðfríður Lilja og Sigurður Ingi ákvaðu að vera ekki meðflutningsmenn tillögunnar, en tekið skal fram að ekkert þeirra hafði gefið formlegt samþykki sitt fyrir stuðningi við tillöguna. Meirihluti þingflokks Framsóknar studdi þingsályktun um ákæru á hendur Geir þegar hún var lögð fram á sínum tíma en það hefur breyst mikið núna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lagst á menn af nokkrum þunga í báðum stjórnarflokkunum, Samfylkingunni og Vinstri grænum, að styðja ekki tillögu um afturköllun ákærunnar með þeim rökum að það muni skemma fyrir ríkisstjórnarsamstarfinu verði tillagan samþykkt. Aðrir þingmenn segja að um ótengd mál sé að ræða. Það þurfi engan veginn að hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið þótt Alþingi álykti að afturkalla ákæruna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það rætt af nokkurri alvöru meðal stjórnarflokkanna að koma í veg fyrir að þingsályktunartillagan komist á dagskrá, en heimild er fyrir því í þingsköpum að vísa frá þingsályktunartillögu. Þá þarf að leggja fram sérstaka frávísunartillögu og verði hún samþykkt verður engin atkvæðagreiðsla um þingsályktunartillögu um afturköllun málshöfðunar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vilja þónokkrir þingmenn úr báðum stjórnarflokkum þessar lyktir málsins, en það skýrist væntanlega á föstudaginn næstkomandi hver niðurstaðan verður.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira