Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 68-73 Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 8. janúar 2012 16:54 Snæfell bar sigur, 73-68, úr býtum gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins en hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum. Snæfellingar voru skrefinu á undan í síðari hálfleiknum og það skilaði þeim áfram í 8-liða úrslitin. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur í liði Snæfells í leiknum með 23 stig. Keith Cothran gerði 19 stig í liði Stjörnunnar. Leikurinn hófst ágætlega og liðin voru greinilega bæði vel stemmd. Gestirnir í Snæfell voru einu skrefi á undan heimamönnum til að byrja með en þegar leið á fyrsta fjórðunginn komu Stjörnumenn til baka. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 23-17 fyrir heimamenn. Justin Shouse stjórnaði leik Stjörnumanna eins og herforingi og var að leika sérstaklega vel. Stjarnan hafði ekki enn komist á blað þegar fimm og hálf mínúta voru liðnar af öðrum leikhluta en þá skoraði Marvin Valdimarsson fyrstu körfu Stjörnunnar í fjórðungnum og staðan 25-26 fyrir Snæfell. Staðan í hálfleik var 33-30 fyrir gestina og eins og stigaskorið gefur til kynna var ekki verið að leika fallegan bolta. Stjarnan gerði aðeins sjö stig í öðrum leikhluta sem er hreint ótrúlegt. Snæfellingar fóru almennilega í gang um miðjan þriðja leikhluta þegar þeir voru komnir í 47-39. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var að leika vel fyrir gestina og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Staðan var 54-44 fyrir lokafjórðunginn en það var mesti munurinn á liðunum fram að því. Snæfellingar héldu áfram uppteknu hætti í fjórða leikhlutanum og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 61-49 fyrir gestina. Þessi munur var hreinlega of mikill fyrir Stjörnumenn og Snæfellingar náðu að innbyrða sigur 73-68. Hólmarar eru því komnir áfram í 8-liða úrslit keppninnar.Ingi Þór: Vorum alltaf skrefinu á undan„Gæði körfuboltans voru ekki mikil í dag og í raun mikill haustbragur á liðunum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við skrefinu á undan alveg frá byrjun þó svo að Stjarnan hafi komist aðeins yfir í fyrsta leikhlutanum." „Það sem einkenndi leikinn í dag var mikil barátta beggja liða og það sást oft á mönnum í kvöld. Jón Ólafur Jónsson var nánast ekkert með í leiknum vegna villuvandræði en við náðum að leysa það vel". „Ég var ánægður með hvað menn stigu upp í síðari hálfleiknum. Ólafur Torfason var líklega að leika sinn besta leik fyrir okkur og Pálmi Sigurgeirsson var frábær í lokin". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.Teitur: Þetta var bara einn af þessum dögum sem ekkert gekk upp„Þetta var líklega slakasti leikur okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í dag. „Þegar lið tekur 70 tveggja stiga skot og hittir aðeins úr 30% þeirra þá er enginn leið að vinna leikinn". „Menn voru bara ekki með á nótunum í dag, hvort sem það voru einföld sniðskot eða utan af velli. Þetta var farið að fara mikið í skapið á mönnum sem bitnaði á skotavali leikmanna". „Þetta var bara einn af þessum dögum hjá okkur og mjög svekkjandi að þessi dagur hafi komið í bikarnum". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að ýta hér.Pálmi: Þetta var ljótur sigur en það spyr enginn af því„Þetta var bara ljótur leikur en við unnum hann og það er það sem skiptir máli," sagði Pálmi Sigurgeirsson, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Við spiluðum góða vörn alveg frá byrjun en sóknarleikur beggja liða vera mjög slakur. Í byrjun leiks komumst við bara upp með að spila lélegan sóknarleik því við bætum það upp með góðum varnarleik". „Í síðari hálfleik spýttum við bara í lófana og þá átti Stjarnan ekki möguleika. Okkur finnst við vera með betra lið en Stjarnan . Staðan í deildinni segir ekki alla söguna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálma með því að ýta hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Snæfell bar sigur, 73-68, úr býtum gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins en hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum. Snæfellingar voru skrefinu á undan í síðari hálfleiknum og það skilaði þeim áfram í 8-liða úrslitin. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur í liði Snæfells í leiknum með 23 stig. Keith Cothran gerði 19 stig í liði Stjörnunnar. Leikurinn hófst ágætlega og liðin voru greinilega bæði vel stemmd. Gestirnir í Snæfell voru einu skrefi á undan heimamönnum til að byrja með en þegar leið á fyrsta fjórðunginn komu Stjörnumenn til baka. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 23-17 fyrir heimamenn. Justin Shouse stjórnaði leik Stjörnumanna eins og herforingi og var að leika sérstaklega vel. Stjarnan hafði ekki enn komist á blað þegar fimm og hálf mínúta voru liðnar af öðrum leikhluta en þá skoraði Marvin Valdimarsson fyrstu körfu Stjörnunnar í fjórðungnum og staðan 25-26 fyrir Snæfell. Staðan í hálfleik var 33-30 fyrir gestina og eins og stigaskorið gefur til kynna var ekki verið að leika fallegan bolta. Stjarnan gerði aðeins sjö stig í öðrum leikhluta sem er hreint ótrúlegt. Snæfellingar fóru almennilega í gang um miðjan þriðja leikhluta þegar þeir voru komnir í 47-39. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var að leika vel fyrir gestina og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Staðan var 54-44 fyrir lokafjórðunginn en það var mesti munurinn á liðunum fram að því. Snæfellingar héldu áfram uppteknu hætti í fjórða leikhlutanum og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 61-49 fyrir gestina. Þessi munur var hreinlega of mikill fyrir Stjörnumenn og Snæfellingar náðu að innbyrða sigur 73-68. Hólmarar eru því komnir áfram í 8-liða úrslit keppninnar.Ingi Þór: Vorum alltaf skrefinu á undan„Gæði körfuboltans voru ekki mikil í dag og í raun mikill haustbragur á liðunum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við skrefinu á undan alveg frá byrjun þó svo að Stjarnan hafi komist aðeins yfir í fyrsta leikhlutanum." „Það sem einkenndi leikinn í dag var mikil barátta beggja liða og það sást oft á mönnum í kvöld. Jón Ólafur Jónsson var nánast ekkert með í leiknum vegna villuvandræði en við náðum að leysa það vel". „Ég var ánægður með hvað menn stigu upp í síðari hálfleiknum. Ólafur Torfason var líklega að leika sinn besta leik fyrir okkur og Pálmi Sigurgeirsson var frábær í lokin". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.Teitur: Þetta var bara einn af þessum dögum sem ekkert gekk upp„Þetta var líklega slakasti leikur okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í dag. „Þegar lið tekur 70 tveggja stiga skot og hittir aðeins úr 30% þeirra þá er enginn leið að vinna leikinn". „Menn voru bara ekki með á nótunum í dag, hvort sem það voru einföld sniðskot eða utan af velli. Þetta var farið að fara mikið í skapið á mönnum sem bitnaði á skotavali leikmanna". „Þetta var bara einn af þessum dögum hjá okkur og mjög svekkjandi að þessi dagur hafi komið í bikarnum". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að ýta hér.Pálmi: Þetta var ljótur sigur en það spyr enginn af því„Þetta var bara ljótur leikur en við unnum hann og það er það sem skiptir máli," sagði Pálmi Sigurgeirsson, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Við spiluðum góða vörn alveg frá byrjun en sóknarleikur beggja liða vera mjög slakur. Í byrjun leiks komumst við bara upp með að spila lélegan sóknarleik því við bætum það upp með góðum varnarleik". „Í síðari hálfleik spýttum við bara í lófana og þá átti Stjarnan ekki möguleika. Okkur finnst við vera með betra lið en Stjarnan . Staðan í deildinni segir ekki alla söguna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálma með því að ýta hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum