Fótbolti

Nasri gæti spilað á miðvikudaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það sé ekki útilokað að Samir Nasri geti spilað með liðinu gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.

Nasri hefur verið frá vegna meiðsla síðustu vikurnar eftir að hann meiddist í leik gegn Huddersfield í ensku bikarkeppninni.

Hann hefur verið einn allra besti leikmaður Arsenal á tímabilinu og hefur skorað fjórtán mörk í öllum keppnum með liðinu.

„Hann á möguleika á því að spila,“ sagði Wenger. „Við munum prófa hann í dag og svo aftur á morgun. Ég mun ekki taka neinar miklar áhættur en hann hefur lagt mikið á sig og er líkaminn tilbúinn.“

„Það er bara spurning hvort að það hann verði fyrir bakslagi eða ekki. Hann vill auðvitað spila gegn Barcelona eins og allir aðrir leikmenn en það eru margir aðrir mikilvægir leikir framundan, til dæmis úrslitaleikur ensku deildabikarkeppninnar, og það er því mikilvægt að haga sér ekki heimskulega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×