Hæstiréttur staðfestir ógildingu á synjun Svandísar 10. febrúar 2011 16:48 Mynd/Valli Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun, er ógilt. Hún áfrýjaði málinu í október á síðasta ári eftir að hún tapaði í héraði. Þá sagði hún ástæðuna vera þá að hún vildi skýrari leiðsögn um það hver megi koma að kostnaði við skipulagsgerð. Forsaga málsins er sú að Flóahreppur og Landsvirkjun gerðu árið 2007 með sér samkomulag sem fól meðal annars í sér að Landsvirkjun skyldi kosta skipulagsgerð vegna fyrirhugaðrar virkjunar við Urriðafoss. Eftir nokkurt þóf, þar sem samningnum var meðal annars breytt eftir kærumál, barst skipulagstillagan umhverfisráðuneytinu í mars 2009, en í janúar á síðasta ári neitaði ráðherra að staðfesta skipulagið því hún efaðist um lögmæti aðkomu Landsvirkjunar. Flóahreppur kærði synjunina og héraðsdómur ógilti hana á þeim grundvelli að lög bönnuðu ekki að framkvæmdaraðili greiddi fyrir kostnað vegna skipulagsvinnu. Svandís sagði dóminn ekki hafa verið nógu skýr og því hafi hún áfrýjað í þegar Fréttablaðið ræddi við hana á síðasta ári. „Þetta er skilið eftir opið, en ekki bara hvað varðar þessa löggjöf." Tryggja þurfi að rekstrargrunnur sveitarfélaga komi úr almennum sjóðum svo almannahagsmunum sé ekki ógnað með þrýstingi frá kostendum. Athygli vekur að í nýjum skipulagslögum, sem tóku gildi í upphafi þessa árs, segir að ef þörf sé á sveitarstjórn megi innheimta gjald fyrir skipulagsvinnu sem nauðsynleg er vegna framkvæmda. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun, er ógilt. Hún áfrýjaði málinu í október á síðasta ári eftir að hún tapaði í héraði. Þá sagði hún ástæðuna vera þá að hún vildi skýrari leiðsögn um það hver megi koma að kostnaði við skipulagsgerð. Forsaga málsins er sú að Flóahreppur og Landsvirkjun gerðu árið 2007 með sér samkomulag sem fól meðal annars í sér að Landsvirkjun skyldi kosta skipulagsgerð vegna fyrirhugaðrar virkjunar við Urriðafoss. Eftir nokkurt þóf, þar sem samningnum var meðal annars breytt eftir kærumál, barst skipulagstillagan umhverfisráðuneytinu í mars 2009, en í janúar á síðasta ári neitaði ráðherra að staðfesta skipulagið því hún efaðist um lögmæti aðkomu Landsvirkjunar. Flóahreppur kærði synjunina og héraðsdómur ógilti hana á þeim grundvelli að lög bönnuðu ekki að framkvæmdaraðili greiddi fyrir kostnað vegna skipulagsvinnu. Svandís sagði dóminn ekki hafa verið nógu skýr og því hafi hún áfrýjað í þegar Fréttablaðið ræddi við hana á síðasta ári. „Þetta er skilið eftir opið, en ekki bara hvað varðar þessa löggjöf." Tryggja þurfi að rekstrargrunnur sveitarfélaga komi úr almennum sjóðum svo almannahagsmunum sé ekki ógnað með þrýstingi frá kostendum. Athygli vekur að í nýjum skipulagslögum, sem tóku gildi í upphafi þessa árs, segir að ef þörf sé á sveitarstjórn megi innheimta gjald fyrir skipulagsvinnu sem nauðsynleg er vegna framkvæmda.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent