Auðugur Rússi er leynilegur eigandi Saab 26. janúar 2011 10:50 Þegar sænski bílaframleiðandinn Saab var seldur í fyrra gerði seljandinn, General Motors (GM), það að skilyrði að rússneski auðmaðurinn Vladimir Antonov yrði ekki í eigendahópnum. Svo virðist sem ekki hafi verið farið að óskum GM. Það var bílaframleiðandinn Spyker sem keypti Saab af GM en Antonov átti þá 30% hlut í Spyker. GM krafðist þess að Antonov losaði sig við hlut sinn áður en kaupin á Saab voru samþykkt. Ástæðan fyrir kröfu GM var þrálátur orðrómur í kringum Antonov um að hann væri viðriðinn ólögleg viðskipti og svarta peninga. Samkvæmt frétt í blaðinu Svenske Dagbladet í dag er auðvelt að sýna fram á að Antonov á enn a.m.k. tæplega 12% hlut í Saab. Blaðið hefur rannsakað málið og segir að Antonov eigi þennan hlut í gegnum fjárfestingarsjóðinn Gemini Investment Fund. Gemini er skráð á Bahamaeyjum og er stjórnað af Stanislav Kovtun sem aftur er fyrrum forstjóri Convers Group sem er móðurfélag Antonov. Þar að auki er heimasíða Gemini skráð hjá Convers Group og keyrir á netþjóni félagsins. Þá fara öll viðskipti með hluti í Gemini í gegnum bankann Krajbanka sem er að hluta í eigu Antonov. Sjálfur segir Vladimir Antonov í svari við fyrirspurn blaðsins að þetta sé ekki rétt og að hann hafi ekkert með Gemini sjóðinn að gera. Hinsvegar viti hann hverjir séu fjárfestar í Gemini en vill ekki upplýsa það. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þegar sænski bílaframleiðandinn Saab var seldur í fyrra gerði seljandinn, General Motors (GM), það að skilyrði að rússneski auðmaðurinn Vladimir Antonov yrði ekki í eigendahópnum. Svo virðist sem ekki hafi verið farið að óskum GM. Það var bílaframleiðandinn Spyker sem keypti Saab af GM en Antonov átti þá 30% hlut í Spyker. GM krafðist þess að Antonov losaði sig við hlut sinn áður en kaupin á Saab voru samþykkt. Ástæðan fyrir kröfu GM var þrálátur orðrómur í kringum Antonov um að hann væri viðriðinn ólögleg viðskipti og svarta peninga. Samkvæmt frétt í blaðinu Svenske Dagbladet í dag er auðvelt að sýna fram á að Antonov á enn a.m.k. tæplega 12% hlut í Saab. Blaðið hefur rannsakað málið og segir að Antonov eigi þennan hlut í gegnum fjárfestingarsjóðinn Gemini Investment Fund. Gemini er skráð á Bahamaeyjum og er stjórnað af Stanislav Kovtun sem aftur er fyrrum forstjóri Convers Group sem er móðurfélag Antonov. Þar að auki er heimasíða Gemini skráð hjá Convers Group og keyrir á netþjóni félagsins. Þá fara öll viðskipti með hluti í Gemini í gegnum bankann Krajbanka sem er að hluta í eigu Antonov. Sjálfur segir Vladimir Antonov í svari við fyrirspurn blaðsins að þetta sé ekki rétt og að hann hafi ekkert með Gemini sjóðinn að gera. Hinsvegar viti hann hverjir séu fjárfestar í Gemini en vill ekki upplýsa það.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira