Endurreistu gamla saltgerð fyrir vestan 16. desember 2011 07:30 stoltur Merki og umbúðir Saltverksins eru hönnuð af Geir Ólafssyni og Þorleifi Gunnari Gíslasyni. Yngvi Eiríksson er ánægður með útkomuna. fréttablaðið/GVA Þrír 27 ára frumkvöðlar hafa sett nýtt salt á markað sem þeir framleiða á gömlum söltunarstað á Vestfjörðum. Erfiðar aðstæður, mikil vinna og slys settu aldrei strik í reikninginn, því saltararnir voru ákveðnir í að láta nýsköpunardrauminn rætast. „Tilfinningin er frábær,“ segir Yngvi Eiríksson, einn þriggja frumkvöðla sem í vikunni kynntu vestfirskt kristalsjávarsalt sitt í verslunum í fyrsta sinn, undir nafninu Saltverk Reykjaness. Yngvi, Garðar Stefánsson og Björn Steinar Jónsson hafa unnið hart að því undanfarna mánuði að láta drauminn rætast, en nýsköpunarhugmyndina fékk Yngvi fyrir þremur árum. „Kristalsjávarsalt er mjög vinsælt úti um allan heim og er til á mjög mörgum heimilum – mér fannst vanta íslenska útgáfu af því. Við höfum allir mikinn áhuga á matargerð þannig að við ákváðum að skoða möguleikann á að gera þetta bara sjálfir,“ segir Yngvi. Eftir mikla rannsóknarvinnu, nýsköpunarstyrki og mastersritgerð sem Garðar skrifaði um verkefnið, fundu þremenningarnir sér aðstöðu til söltunarinnar. Sú var yfirgefið fiskeldi á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, en á síðari hluta 18. aldar var einmitt saltframleiðsla á staðnum. „Við fórum kannski ekki auðveldustu leiðina með því að velja að vera fyrir vestan, við hefðum getað gert hlutina á auðveldari hátt. En við höfðum svo mikla trú á staðsetningunni, bæði út af sögunni og hreinleikanum á svæðinu. Viðtökurnar þar hafa líka verið alveg frábærar og við erum afskaplega þakklátir fyrir það og hjálpina sem okkur hefur boðist,“ segir Yngvi, sem flutti á Vestfirði í sumar til að koma saltverkinu í stand og hefja framleiðsluna. Saltararnir hafa haldið úti vefsíðu og leyft almenningi að fylgjast með ferlinu, en á meðal þess sem þurfti að gera var að koma heitu vatni á húsið sem hafði staðið yfirgefið í 20 ár, smíða gríðarstóra stálpönnu fyrir sjávarsuðuna og koma upp kerfi til þess að hægt væri að dæla upp sjó úr Ísafjarðardjúpi. Hindranirnar hafa verið þó nokkrar, Garðar brenndist illa á fæti og stálpannan var veðurteppt á Ísafirði, en strákarnir hafa ekki látið það stöðva sig. „Það hefur mikið gengið á en sem betur fer hefur okkur tekist að leysa allt og höfum ekki gefist upp. Hugmyndin um uppgjöf hefur kannski læðst að manni, en það er svo veik tilfinning að gefast upp. Við höfum miklu sterkari vilja til þess að láta þetta heppnast.“ Mikil vinna hefur verið lögð í ímynd vörunnar á sama tíma og framleiðslan var undirbúin, en ætlunin er að markaðssetja saltið sem íslenska, umhverfisvæna hágæðavöru. Vörumerki fyrirtækisins og umbúðir saltsins voru hönnuð af íslenskum hönnuðum. Yngvi segir næsta skref vera að auka framleiðslugetuna og koma saltinu í fleiri verslanir á landinu, en eins og er fæst það í Melabúðinni og Búrinu og í næstu viku mun það fást í verslunum á Vestfjörðum. „Það var frábært að koma vörunni frá sér og við erum ótrúlega stoltir. En einhver líkti þessu við að eiga barn – nú er barnið fætt en allt uppeldið er eftir. Vinnan heldur áfram en við erum ákveðnir, höfum mikla ástríðu fyrir þessu og erum tilbúnir til að leggja ýmislegt á okkur til að láta þetta ganga.“ bergthora@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Þrír 27 ára frumkvöðlar hafa sett nýtt salt á markað sem þeir framleiða á gömlum söltunarstað á Vestfjörðum. Erfiðar aðstæður, mikil vinna og slys settu aldrei strik í reikninginn, því saltararnir voru ákveðnir í að láta nýsköpunardrauminn rætast. „Tilfinningin er frábær,“ segir Yngvi Eiríksson, einn þriggja frumkvöðla sem í vikunni kynntu vestfirskt kristalsjávarsalt sitt í verslunum í fyrsta sinn, undir nafninu Saltverk Reykjaness. Yngvi, Garðar Stefánsson og Björn Steinar Jónsson hafa unnið hart að því undanfarna mánuði að láta drauminn rætast, en nýsköpunarhugmyndina fékk Yngvi fyrir þremur árum. „Kristalsjávarsalt er mjög vinsælt úti um allan heim og er til á mjög mörgum heimilum – mér fannst vanta íslenska útgáfu af því. Við höfum allir mikinn áhuga á matargerð þannig að við ákváðum að skoða möguleikann á að gera þetta bara sjálfir,“ segir Yngvi. Eftir mikla rannsóknarvinnu, nýsköpunarstyrki og mastersritgerð sem Garðar skrifaði um verkefnið, fundu þremenningarnir sér aðstöðu til söltunarinnar. Sú var yfirgefið fiskeldi á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, en á síðari hluta 18. aldar var einmitt saltframleiðsla á staðnum. „Við fórum kannski ekki auðveldustu leiðina með því að velja að vera fyrir vestan, við hefðum getað gert hlutina á auðveldari hátt. En við höfðum svo mikla trú á staðsetningunni, bæði út af sögunni og hreinleikanum á svæðinu. Viðtökurnar þar hafa líka verið alveg frábærar og við erum afskaplega þakklátir fyrir það og hjálpina sem okkur hefur boðist,“ segir Yngvi, sem flutti á Vestfirði í sumar til að koma saltverkinu í stand og hefja framleiðsluna. Saltararnir hafa haldið úti vefsíðu og leyft almenningi að fylgjast með ferlinu, en á meðal þess sem þurfti að gera var að koma heitu vatni á húsið sem hafði staðið yfirgefið í 20 ár, smíða gríðarstóra stálpönnu fyrir sjávarsuðuna og koma upp kerfi til þess að hægt væri að dæla upp sjó úr Ísafjarðardjúpi. Hindranirnar hafa verið þó nokkrar, Garðar brenndist illa á fæti og stálpannan var veðurteppt á Ísafirði, en strákarnir hafa ekki látið það stöðva sig. „Það hefur mikið gengið á en sem betur fer hefur okkur tekist að leysa allt og höfum ekki gefist upp. Hugmyndin um uppgjöf hefur kannski læðst að manni, en það er svo veik tilfinning að gefast upp. Við höfum miklu sterkari vilja til þess að láta þetta heppnast.“ Mikil vinna hefur verið lögð í ímynd vörunnar á sama tíma og framleiðslan var undirbúin, en ætlunin er að markaðssetja saltið sem íslenska, umhverfisvæna hágæðavöru. Vörumerki fyrirtækisins og umbúðir saltsins voru hönnuð af íslenskum hönnuðum. Yngvi segir næsta skref vera að auka framleiðslugetuna og koma saltinu í fleiri verslanir á landinu, en eins og er fæst það í Melabúðinni og Búrinu og í næstu viku mun það fást í verslunum á Vestfjörðum. „Það var frábært að koma vörunni frá sér og við erum ótrúlega stoltir. En einhver líkti þessu við að eiga barn – nú er barnið fætt en allt uppeldið er eftir. Vinnan heldur áfram en við erum ákveðnir, höfum mikla ástríðu fyrir þessu og erum tilbúnir til að leggja ýmislegt á okkur til að láta þetta ganga.“ bergthora@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira