Reykjavíkurapótek selt á 100 milljónir 14. desember 2011 06:00 Slegið Gengið var frá málinu í anddyri hússins fornfræga við Austurstræti í gær. Kaupverðið var 100 milljónir, eða um 36 þúsund krónur á hvern fermetra. Fréttablaðið/valli Hið fornfræga hús við Austurstræti 16, sem kennt er við Reykjavíkurapótek, var selt á nauðungaruppboði í gær. Gengið var að eina boðinu, sem kom frá slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans og hljóðaði upp á hundrað milljónir króna. Húsið var í eigu A16 fasteignafélags, sem er alfarið í eigu Karls Steingrímssonar í Pelsinum. Hann hefur átt húsið síðan 1995. Karl hefur frest til 15. febrúar til að reyna að ná samningum um málið til að halda eigninni. „Eigum við ekki að vona það besta,“ segir hann spurður hvort hann ætli að láta á það reyna eða hvort hann líti svo á að hann hafi misst húsið. Hundrað milljóna kauptilboð Frjálsa fjárfestingarbankans hefur litla þýðingu, enda er bankanum skylt að gefa eftir skuldir sem hvíla á húsinu í samræmi við markaðsvirði þess. Ljóst er að það er miklum mun hærra en milljónirnar hundrað. Karl segist ekki gera sér grein fyrir því hvers virði húsið er. „Maður veit það aldrei fyrr en við sölu,“ segir hann. Húsið er 2.772 fermetrar, fasteignamat þess er um 285 milljónir en brunabótamatið nálægt milljarði. Fasteignasali sem Fréttablaðið ræddi við sagðist telja að markaðsvirði þess væri líklega ekki undir 750 milljónum. Frjálsi fjárfestingarbankinn er með 870 milljóna króna veð í húsinu og er með fyrsta veðrétt ásamt Avant. Nauðungaruppboð á húsinu fór fram í janúar síðastliðnum að kröfu Arion banka, sem á annan veðrétt í eignina. Arion banki bauð 300 milljónir en uppboðið reyndist árangurslaust, enda var kauptilboðið fjarri því að duga fyrir skuldunum við fyrstu veðréttarhafa og því hefði Arion banki ekkert fengið í sinn hlut. Karl biðst undan því að ræða málið mikið frekar að sinni. „Þetta er voðalega viðkvæmt fyrir okkur. Við ráðum ekki við þetta blessaða umhverfi okkar í dag. Það eru allir fórnarlömb í þessu,“ segir hann. Karl seldi í febrúar aðra merka eign, Kirkjuhvol við Kirkjutorg, þar sem verslunin Pelsinn er til húsa. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Hið fornfræga hús við Austurstræti 16, sem kennt er við Reykjavíkurapótek, var selt á nauðungaruppboði í gær. Gengið var að eina boðinu, sem kom frá slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans og hljóðaði upp á hundrað milljónir króna. Húsið var í eigu A16 fasteignafélags, sem er alfarið í eigu Karls Steingrímssonar í Pelsinum. Hann hefur átt húsið síðan 1995. Karl hefur frest til 15. febrúar til að reyna að ná samningum um málið til að halda eigninni. „Eigum við ekki að vona það besta,“ segir hann spurður hvort hann ætli að láta á það reyna eða hvort hann líti svo á að hann hafi misst húsið. Hundrað milljóna kauptilboð Frjálsa fjárfestingarbankans hefur litla þýðingu, enda er bankanum skylt að gefa eftir skuldir sem hvíla á húsinu í samræmi við markaðsvirði þess. Ljóst er að það er miklum mun hærra en milljónirnar hundrað. Karl segist ekki gera sér grein fyrir því hvers virði húsið er. „Maður veit það aldrei fyrr en við sölu,“ segir hann. Húsið er 2.772 fermetrar, fasteignamat þess er um 285 milljónir en brunabótamatið nálægt milljarði. Fasteignasali sem Fréttablaðið ræddi við sagðist telja að markaðsvirði þess væri líklega ekki undir 750 milljónum. Frjálsi fjárfestingarbankinn er með 870 milljóna króna veð í húsinu og er með fyrsta veðrétt ásamt Avant. Nauðungaruppboð á húsinu fór fram í janúar síðastliðnum að kröfu Arion banka, sem á annan veðrétt í eignina. Arion banki bauð 300 milljónir en uppboðið reyndist árangurslaust, enda var kauptilboðið fjarri því að duga fyrir skuldunum við fyrstu veðréttarhafa og því hefði Arion banki ekkert fengið í sinn hlut. Karl biðst undan því að ræða málið mikið frekar að sinni. „Þetta er voðalega viðkvæmt fyrir okkur. Við ráðum ekki við þetta blessaða umhverfi okkar í dag. Það eru allir fórnarlömb í þessu,“ segir hann. Karl seldi í febrúar aðra merka eign, Kirkjuhvol við Kirkjutorg, þar sem verslunin Pelsinn er til húsa. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira