Deilt innan beggja flokka um ráðherra - Fréttaskýring 3. desember 2011 05:00 eftir kosningar Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraliði stjórnarflokkanna. Menn hafa komið og farið og jafnvel komið aftur og ráðuneyti hafa verið sameinuð undir einn hatt.fréttablaðið/vilhelm Hvað er að gerast í ráðherraskiptum? Enn er óvíst hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni. Ljóst er að tilkynning um breytingar verður ekki gefin út fyrr en í fyrsta lagi eftir samþykkt fjárlaga, sem koma til þriðju umræðu á þriðjudag. Eins líklegt er að einhverjar vikur séu í breytingar. Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um hvað í vændum sé. Stefnt hefur verið að sameiningu ráðuneyta; að skipta iðnaðarráðuneytinu upp, sameina hluta þess umhverfisráðuneyti í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hluta þess sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Afar hæpið er að í þessar breytingar verði farið til að mæta þeirri kröfu að Jón Bjarnason víki úr ráðherrastóli. Alþingi samþykkti í haust breytingar á lögum um stjórnarráð og þar var tillögu forsætisráðherra um að það væri í hans valdi að sameina ráðuneyti og koma nýjum á fót hafnað. Nú þarf samþykkt Alþingis til þess. Sá kvittur hefur komist á kreik að vilji sé til þess að færa efnahags- og viðskiptaráðuneytið undir fjármálaráðuneytið. Um það gildir hið sama og hinar breytingarnar; samþykki Alþingis þarf til þess. Allsendis óvíst er að meirihluti sé fyrir slíkum breytingum, ekki síst ef einhverjum verður bolað óviljugum úr ráðherrastólum. Hvað síðastnefndu hugmyndina varðar virðist hún ekki komin langt. Ljóst er að slíkar breytingar væru fullkominn viðsnúningur á stefnu ríkisstjórnarinnar svo sem sjá má í stjórnarsáttmálanum: „Til að tryggja markvissa framkvæmd efnahagsaðgerða stjórnvalda og endurnýja traust á fjármálakerfi landsins mun ríkisstjórnin ráðast í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu, m.a. með stofnun sérstaks efnahags- og viðskiptaráðuneytis.“ Ljóst er að allur dráttur á ákvörðun verður til þess að skapa frekari óróa. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu það ekki til marks um mikinn skörungsskap hjá formönnum flokkanna að málið væri í jafn mikilli óvissu og raun ber vitni. Hugmyndir varðandi aflagningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sýna, svo ekki verður um villst, að skoðanir eru skiptar innan Samfylkingarinnar, eins og hjá Vinstri grænum. Þær þykja aðför að Árna Páli Árnasyni, enda yrði ráðuneyti hans lagt af. Þá er hægri armur flokksins í ýmsu orðinn leiður á þeim vandræðum sem fylgja stjórnarsamstarfinu og er farinn að velta öðrum kostum fyrir sér. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Hvað er að gerast í ráðherraskiptum? Enn er óvíst hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni. Ljóst er að tilkynning um breytingar verður ekki gefin út fyrr en í fyrsta lagi eftir samþykkt fjárlaga, sem koma til þriðju umræðu á þriðjudag. Eins líklegt er að einhverjar vikur séu í breytingar. Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um hvað í vændum sé. Stefnt hefur verið að sameiningu ráðuneyta; að skipta iðnaðarráðuneytinu upp, sameina hluta þess umhverfisráðuneyti í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hluta þess sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Afar hæpið er að í þessar breytingar verði farið til að mæta þeirri kröfu að Jón Bjarnason víki úr ráðherrastóli. Alþingi samþykkti í haust breytingar á lögum um stjórnarráð og þar var tillögu forsætisráðherra um að það væri í hans valdi að sameina ráðuneyti og koma nýjum á fót hafnað. Nú þarf samþykkt Alþingis til þess. Sá kvittur hefur komist á kreik að vilji sé til þess að færa efnahags- og viðskiptaráðuneytið undir fjármálaráðuneytið. Um það gildir hið sama og hinar breytingarnar; samþykki Alþingis þarf til þess. Allsendis óvíst er að meirihluti sé fyrir slíkum breytingum, ekki síst ef einhverjum verður bolað óviljugum úr ráðherrastólum. Hvað síðastnefndu hugmyndina varðar virðist hún ekki komin langt. Ljóst er að slíkar breytingar væru fullkominn viðsnúningur á stefnu ríkisstjórnarinnar svo sem sjá má í stjórnarsáttmálanum: „Til að tryggja markvissa framkvæmd efnahagsaðgerða stjórnvalda og endurnýja traust á fjármálakerfi landsins mun ríkisstjórnin ráðast í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu, m.a. með stofnun sérstaks efnahags- og viðskiptaráðuneytis.“ Ljóst er að allur dráttur á ákvörðun verður til þess að skapa frekari óróa. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu það ekki til marks um mikinn skörungsskap hjá formönnum flokkanna að málið væri í jafn mikilli óvissu og raun ber vitni. Hugmyndir varðandi aflagningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sýna, svo ekki verður um villst, að skoðanir eru skiptar innan Samfylkingarinnar, eins og hjá Vinstri grænum. Þær þykja aðför að Árna Páli Árnasyni, enda yrði ráðuneyti hans lagt af. Þá er hægri armur flokksins í ýmsu orðinn leiður á þeim vandræðum sem fylgja stjórnarsamstarfinu og er farinn að velta öðrum kostum fyrir sér. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira