Af hverju varð náttúran útundan? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Raunasaga Náttúrugripasafns Íslands, sem rakin var í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær, er með miklum ólíkindum. Til safnsins var stofnað fyrir rúmum 120 árum, en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Næst komst það því líklega að verða jafnsett öðrum höfuðsöfnum landsins þegar það fékk inni í nýbyggðu safnahúsi við Hverfisgötu árið 1908 ásamt Landsbókasafni, Þjóðskjalasafni og Forngripasafni, sem síðar varð Þjóðminjasafn. Hin söfnin hafa fyrir löngu fengið glæsilegt framtíðarhúsnæði. Vegur Náttúrugripasafnsins hefur hins vegar farið sífellt minnkandi eftir að Hið íslenzka náttúrufræðafélag afhenti það ríkinu til varðveizlu árið 1947. Eins og fram kom í blaðinu í gær hafa sautján nefndir fjallað um málefni safnsins; því hafa margoft verið ætlaðar lóðir, einkaleyfi Happdrættis Háskólans var einu sinni framlengt með því skilyrði að byggt yrði yfir Náttúrugripasafnið, því hefur með lögum verið fengið umfangsmikið og metnaðarfullt hlutverk – en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Áratugum saman kúldraðist safnið í pínulitlum sal við Hlemm. Um svipað leyti og ómetanlegir gripir í eigu safnsins, þar á meðal hamir af sjaldgæfum fuglum, eyðilögðust í frystigeymslu úti í bæ af því að einhver tók af þeim rafmagnið, var safnkosturinn í tvígang hætt kominn vegna vatnsleka. Fyrir þremur árum var safninu pakkað niður og nú er það geymt í kjallara vestur í bæ. Þessi þróun mála er í rauninni óskiljanleg. Íslendingar eru stoltir af náttúru lands síns rétt eins og bókmenntunum, sögunni, myndlistinni og öllu hinu sem hefur fyrir löngu fengið gott safn. Öll möguleg söfn á vegum einkaaðila og sveitarfélaga hafa betri aðstöðu en Náttúrugripasafnið. Engin skynsamleg skýring er til á því af hverju náttúruminjarnar sitja á hakanum. Getur verið að það segi einhverja sögu um afstöðu stjórnvalda í allan þennan tíma til íslenzkrar náttúru? Öll vestræn ríki hafa byggt glæsileg náttúrugripasöfn, sem oft er stórkostleg upplifun að heimsækja. Að eiga slíkt safn er sama metnaðarmál fyrir sjálfstætt ríki og að eiga þjóðleikhús, þjóðminjasafn eða almennilega háskóla. Aðstæður í ríkisfjármálunum bjóða ekki upp á að ríkið byggi yfir Náttúrugripasafnið á næstu árum. Einhverjar af þeim bráðabirgðalausnum, sem nefndar voru í blaðinu í gær, þurfa að koma til. En næstu ár má nota til að móta stefnu til framtíðar um það hvar safninu skuli komið fyrir og hvernig, þannig að það fengi sómasamlegt húsnæði, til dæmis fyrir 150 ára afmælið! Í ljósi þess hvernig ríkisvaldinu hefur tekizt til að varðveita og sýna íslenzkar náttúruminjar mætti líka velta því fyrir sér hvort ástæða sé til að fá aftur almannasamtök og einkaaðila, ekki sízt í ferðaþjónustu, til að leggja safninu lið og taka þátt í að gera framtíðarsýnina að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Raunasaga Náttúrugripasafns Íslands, sem rakin var í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær, er með miklum ólíkindum. Til safnsins var stofnað fyrir rúmum 120 árum, en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Næst komst það því líklega að verða jafnsett öðrum höfuðsöfnum landsins þegar það fékk inni í nýbyggðu safnahúsi við Hverfisgötu árið 1908 ásamt Landsbókasafni, Þjóðskjalasafni og Forngripasafni, sem síðar varð Þjóðminjasafn. Hin söfnin hafa fyrir löngu fengið glæsilegt framtíðarhúsnæði. Vegur Náttúrugripasafnsins hefur hins vegar farið sífellt minnkandi eftir að Hið íslenzka náttúrufræðafélag afhenti það ríkinu til varðveizlu árið 1947. Eins og fram kom í blaðinu í gær hafa sautján nefndir fjallað um málefni safnsins; því hafa margoft verið ætlaðar lóðir, einkaleyfi Happdrættis Háskólans var einu sinni framlengt með því skilyrði að byggt yrði yfir Náttúrugripasafnið, því hefur með lögum verið fengið umfangsmikið og metnaðarfullt hlutverk – en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Áratugum saman kúldraðist safnið í pínulitlum sal við Hlemm. Um svipað leyti og ómetanlegir gripir í eigu safnsins, þar á meðal hamir af sjaldgæfum fuglum, eyðilögðust í frystigeymslu úti í bæ af því að einhver tók af þeim rafmagnið, var safnkosturinn í tvígang hætt kominn vegna vatnsleka. Fyrir þremur árum var safninu pakkað niður og nú er það geymt í kjallara vestur í bæ. Þessi þróun mála er í rauninni óskiljanleg. Íslendingar eru stoltir af náttúru lands síns rétt eins og bókmenntunum, sögunni, myndlistinni og öllu hinu sem hefur fyrir löngu fengið gott safn. Öll möguleg söfn á vegum einkaaðila og sveitarfélaga hafa betri aðstöðu en Náttúrugripasafnið. Engin skynsamleg skýring er til á því af hverju náttúruminjarnar sitja á hakanum. Getur verið að það segi einhverja sögu um afstöðu stjórnvalda í allan þennan tíma til íslenzkrar náttúru? Öll vestræn ríki hafa byggt glæsileg náttúrugripasöfn, sem oft er stórkostleg upplifun að heimsækja. Að eiga slíkt safn er sama metnaðarmál fyrir sjálfstætt ríki og að eiga þjóðleikhús, þjóðminjasafn eða almennilega háskóla. Aðstæður í ríkisfjármálunum bjóða ekki upp á að ríkið byggi yfir Náttúrugripasafnið á næstu árum. Einhverjar af þeim bráðabirgðalausnum, sem nefndar voru í blaðinu í gær, þurfa að koma til. En næstu ár má nota til að móta stefnu til framtíðar um það hvar safninu skuli komið fyrir og hvernig, þannig að það fengi sómasamlegt húsnæði, til dæmis fyrir 150 ára afmælið! Í ljósi þess hvernig ríkisvaldinu hefur tekizt til að varðveita og sýna íslenzkar náttúruminjar mætti líka velta því fyrir sér hvort ástæða sé til að fá aftur almannasamtök og einkaaðila, ekki sízt í ferðaþjónustu, til að leggja safninu lið og taka þátt í að gera framtíðarsýnina að veruleika.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun