Manchester-liðin mega ekki tapa í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2011 06:00 Nani og Sir Alex Ferguson voru léttir á blaðamannafundi. Mynd/Nordicphotos/Getty Manchester City og Manchester United hafa verið í nokkrum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni í vetur en það hefur ekki gengið eins vel hjá liðunum í Meistaradeildinni. Bæði lið eiga það nú sameiginlegt að mega ekki tapa leikjum sínum í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Manchester United tekur þá á móti Benfica á Old Trafford en Manchester City heimsækir ítalska liðið Napoli. Liðin eru bæði í öruggu sæti eins og er en það gæti breyst snögglega í kvöld. Manchester City hefur unnið alla 9 leiki sína síðan Carlos Tevez-málið kom upp í München í lok september og liðið er komið upp í annað sætið í sínum riðli eftir tvo sigra á Villarreal. Verkefni kvöldsins verður ekki af auðveldara taginu því Napoli hefur ekki tapað á heimavelli í tíu Evrópuleikjum í röð. Napoli næði eins stigs forskoti á City með sigri og Ítalirnir mæta síðan Villarreal í lokaumferðinni á sama tíma og City tekur á móti Bayern München. „Við eigum góða möguleika af því að við erum í öðru sæti en þetta verður mjög erfiður leikur í Napoli. Þetta er síðasti möguleiki Napoli-liðsins og við verðum að spila vel til að sjá til þess að við förum áfram,“ sagði Robert Mancini, stjóri Manchester City, en sigur tryggir City sæti í 16 liða úrslitunum. Bayern tryggir sér sæti í 16 liða úrslitum með því að ná í stig á móti Villarreal en Real Madrid, AC Milan og Barcelona eru öll komin áfram. Manchester United hefur unnið fimm síðustu leiki sína í öllum keppnum án þess að fá á sig mark eða alla leiki síðan liðið steinlá á heimavelli á móti City. Liðið er á toppnum í C-riðli en það er mikil spenna í riðlinum og sigurvegari kvöldsins fer langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum. Tapi United í kvöld bíður liðsins úrslitaleikur á útivelli á móti Basel í síðustu umferð. Wayne Rooney tók ekki þátt í æfingu United í gær. „Wayne Rooney fékk nokkur högg í leiknum á laugardaginn og æfði ekki í dag en hann ætti að vera í lagi á morgun,“ sagði Sir Alex Ferguson. „Þetta er stór leikur og alvöru Evrópuleikur þegar við lítum á sögu þessara liða. Bæði lið þurfa að vinna þannig að þetta ætti að vera opinn leikur,“ sagði Ferguson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Manchester City og Manchester United hafa verið í nokkrum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni í vetur en það hefur ekki gengið eins vel hjá liðunum í Meistaradeildinni. Bæði lið eiga það nú sameiginlegt að mega ekki tapa leikjum sínum í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Manchester United tekur þá á móti Benfica á Old Trafford en Manchester City heimsækir ítalska liðið Napoli. Liðin eru bæði í öruggu sæti eins og er en það gæti breyst snögglega í kvöld. Manchester City hefur unnið alla 9 leiki sína síðan Carlos Tevez-málið kom upp í München í lok september og liðið er komið upp í annað sætið í sínum riðli eftir tvo sigra á Villarreal. Verkefni kvöldsins verður ekki af auðveldara taginu því Napoli hefur ekki tapað á heimavelli í tíu Evrópuleikjum í röð. Napoli næði eins stigs forskoti á City með sigri og Ítalirnir mæta síðan Villarreal í lokaumferðinni á sama tíma og City tekur á móti Bayern München. „Við eigum góða möguleika af því að við erum í öðru sæti en þetta verður mjög erfiður leikur í Napoli. Þetta er síðasti möguleiki Napoli-liðsins og við verðum að spila vel til að sjá til þess að við förum áfram,“ sagði Robert Mancini, stjóri Manchester City, en sigur tryggir City sæti í 16 liða úrslitunum. Bayern tryggir sér sæti í 16 liða úrslitum með því að ná í stig á móti Villarreal en Real Madrid, AC Milan og Barcelona eru öll komin áfram. Manchester United hefur unnið fimm síðustu leiki sína í öllum keppnum án þess að fá á sig mark eða alla leiki síðan liðið steinlá á heimavelli á móti City. Liðið er á toppnum í C-riðli en það er mikil spenna í riðlinum og sigurvegari kvöldsins fer langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum. Tapi United í kvöld bíður liðsins úrslitaleikur á útivelli á móti Basel í síðustu umferð. Wayne Rooney tók ekki þátt í æfingu United í gær. „Wayne Rooney fékk nokkur högg í leiknum á laugardaginn og æfði ekki í dag en hann ætti að vera í lagi á morgun,“ sagði Sir Alex Ferguson. „Þetta er stór leikur og alvöru Evrópuleikur þegar við lítum á sögu þessara liða. Bæði lið þurfa að vinna þannig að þetta ætti að vera opinn leikur,“ sagði Ferguson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira