Beðið eftir niðurstöðum Öryggisráðs - fréttaskýring 11. nóvember 2011 04:00 öryggisráðið Bandaríkjamenn munu beita neitunarvaldi sínu sem eitt fastra ríkja í Öryggisráðinu. Kína og Rússland munu kjósa með aðild Palestínu og Bretar munu sitja hjá. Líklegt er talið að Frakkland geri það líka. Meirihluti hinna ríkjanna er talinn munu styðja aðild eða sitja hjá. fréttablaðið/ap Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda. Skömmu síðar fengu Palestínumenn aðild að UNESCO, menningarmálastofnun SÞ, og nú er niðurstöðu Öryggisráðs SÞ um aðild Palestínu beðið. Hennar er að vænta í dag eða á næstu dögum en fullvíst þykir þó að Öryggisráðið hafni beiðninni, enda hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir muni beita neitunarvaldi ef þess gerist þörf. Þó lítur út fyrir að þeir þurfi ekki að grípa til þess, þar sem samþykki níu ríkja af fimmtán innan ráðsins þarf til að samþykkja umsóknina. Palestínumenn höfðu tryggt sér stuðning Kína, Rússlands, Brasilíu, Indlands, Suður-Afríku og Líbanons auk þess sem líklegt þykir að Nígería og Gabon kjósi með aðild þeirra. Þetta eru aðeins átta ríki. Bretar hafa lýst því yfir að þeir muni sitja hjá í atkvæðagreiðslunni og er talið að Frakkar og Kólumbíumenn geri slíkt hið sama. Þýskaland og Portúgal munu annað hvort segja nei eða sitja hjá og Bosníumenn eru taldir munu sitja hjá sömuleiðis. Hvað gerist næst?Verði formlegri aðild Palestínu að SÞ hafnað, eins og útlit er fyrir, munu Palestínumenn snúa sér að allsherjarþinginu. Þar eiga þeir mun meiri stuðning vísan þó að allsherjarþingið geti ekki veitt þeim fulla aðild. Allsherjarþingið gæti hins vegar veitt áheyrnaraðild, sem myndi þýða að Palestína ætti auðveldara með að verða hluti af fleiri stofnunum SÞ og Alþjóðaglæpadómstólnum. Palestínumenn hafa gefið út að þeir muni sækja um aðild að sextán alþjóðlegum stofnunum. Fyrsta Vestur-EvrópuríkiðÞingsályktunartillaga utanríkisráðherra er nú til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Nefndin fundaði um málið á þriðjudag. Ef Alþingi samþykkir tillöguna verður ríkisstjórninni falið að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Ísland yrði með því fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu sem það gerir og fyrsta Evrópuríkið í tugi ára. Átta Evrópusambandsríki viðurkenna Palestínu, en þau gerðu það öll áður en þau gengu í sambandið. Meirihluti ríkja innan Sameinuðu þjóðanna viðurkennir þó Palestínu sem stendur, og hefur bæst mikið í þann hóp undanfarið. Allt að 138 ríki viðurkenna ríkið nú. thorunn@frettabladid.is Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda. Skömmu síðar fengu Palestínumenn aðild að UNESCO, menningarmálastofnun SÞ, og nú er niðurstöðu Öryggisráðs SÞ um aðild Palestínu beðið. Hennar er að vænta í dag eða á næstu dögum en fullvíst þykir þó að Öryggisráðið hafni beiðninni, enda hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir muni beita neitunarvaldi ef þess gerist þörf. Þó lítur út fyrir að þeir þurfi ekki að grípa til þess, þar sem samþykki níu ríkja af fimmtán innan ráðsins þarf til að samþykkja umsóknina. Palestínumenn höfðu tryggt sér stuðning Kína, Rússlands, Brasilíu, Indlands, Suður-Afríku og Líbanons auk þess sem líklegt þykir að Nígería og Gabon kjósi með aðild þeirra. Þetta eru aðeins átta ríki. Bretar hafa lýst því yfir að þeir muni sitja hjá í atkvæðagreiðslunni og er talið að Frakkar og Kólumbíumenn geri slíkt hið sama. Þýskaland og Portúgal munu annað hvort segja nei eða sitja hjá og Bosníumenn eru taldir munu sitja hjá sömuleiðis. Hvað gerist næst?Verði formlegri aðild Palestínu að SÞ hafnað, eins og útlit er fyrir, munu Palestínumenn snúa sér að allsherjarþinginu. Þar eiga þeir mun meiri stuðning vísan þó að allsherjarþingið geti ekki veitt þeim fulla aðild. Allsherjarþingið gæti hins vegar veitt áheyrnaraðild, sem myndi þýða að Palestína ætti auðveldara með að verða hluti af fleiri stofnunum SÞ og Alþjóðaglæpadómstólnum. Palestínumenn hafa gefið út að þeir muni sækja um aðild að sextán alþjóðlegum stofnunum. Fyrsta Vestur-EvrópuríkiðÞingsályktunartillaga utanríkisráðherra er nú til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Nefndin fundaði um málið á þriðjudag. Ef Alþingi samþykkir tillöguna verður ríkisstjórninni falið að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Ísland yrði með því fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu sem það gerir og fyrsta Evrópuríkið í tugi ára. Átta Evrópusambandsríki viðurkenna Palestínu, en þau gerðu það öll áður en þau gengu í sambandið. Meirihluti ríkja innan Sameinuðu þjóðanna viðurkennir þó Palestínu sem stendur, og hefur bæst mikið í þann hóp undanfarið. Allt að 138 ríki viðurkenna ríkið nú. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira