Erlent

Ósátt við afskipti ríkisvalds

SAman í Sveit Sveitarfélög í Danmörku eru ósátt við afskipti þjóðþingsins af staðbundnum málum.
SAman í Sveit Sveitarfélög í Danmörku eru ósátt við afskipti þjóðþingsins af staðbundnum málum.
Sveitarstjórnarfólk í Danmörku frábýður sér ofríki þjóðþingsins í Kristjánsborg. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem Jótlandspósturinn fjallar um.

Þar segir að níu af hverjum tíu sveitarstjórnarfulltrúum vilji frekara svigrúm til að vinna að staðbundnum málefnum í friði fyrir reglugerðum frá þinginu, meðal annars um máltíðir í leikskólum og fyrirkomulag vegna atvinnuleysis. Þingið hafi allt of mikið að segja um bæði tekju- og útgjaldaliði sveitarfélaga.

Um helmingur svarenda í könnuninni sagðist bjartsýnn á að sjálfræði sveitarfélaga muni aukast undir nýrri ríkisstjórn.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×