Viðskipti innlent

CCP braut persónuverndarlög

í tölvuleik Persónuvernd hefur úrskurðað að CCP hafi brotið lög þegar upplýsingar um leikmenn voru sendar til dótturfyrirtækja í Bandaríkjunum og Kína.fréttablaðið/vilhelm
í tölvuleik Persónuvernd hefur úrskurðað að CCP hafi brotið lög þegar upplýsingar um leikmenn voru sendar til dótturfyrirtækja í Bandaríkjunum og Kína.fréttablaðið/vilhelm
persónuvernd Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP braut lög um persónuvernd með því að senda upplýsingar um notendur tölvuleiksins Eve Online til Kína og Bandaríkjanna samkvæmt úrskurði Persónuverndar.

Persónuvernd barst kvörtun frá þýskum notanda í janúar síðastliðnum. Í kvörtun mannsins segir að hann hafi verið viðskiptavinur CCP vegna þátttöku sinnar í tölvuleiknum EVE Online. Fyrirtækið hafi lokað fyrir aðgang hans að leiknum en haldið áskriftargjöldum hans. Í kjölfar þess hafi hann farið fram á að sjá upplýsingar sem skráðar höfðu verið um hann en verið synjað um það.

Leyst var úr flestum ágreiningsefnunum í ágúst síðastliðnum en ekki hefur verið tekin afstaða til lögmætis á flutningi persónuupplýsinga til landa sem ekki eru talin veita slíkum upplýsingum fullnægjandi vernd. Þess sé þó getið í persónuverndarstefnu fyrirtækisins að upplýsingar um leikmenn geti verið sendar til staðar utan EES eða varðveittar þar.

Ekki náðist í Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, í gær.- sv






Fleiri fréttir

Sjá meira


×