Fótbolti

Naumur sigur hjá Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronaldo og Marcelo fagna í kvöld.
Ronaldo og Marcelo fagna í kvöld.

Real Madrid minnkaði forskot Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í tvö stig í kvöld er liðið vann góðan útisigur, 2-3, á Getafe.

Leikurinn var mjög fjörugur. Eftir aðeins tíu mínútna leik fékk Real vítaspyrnu er það virtist vera brotið á Angel DiMaria í teignum. Lítil snerting en vítið dæmt.

Cristiano Ronaldo steig á punktinn og skoraði örugglega eins og oftast áður. Aðeins níu mínútum síðar komst Madrid í góða stöðu er Mesut Özil kom þeim í 0-2.

Heimamenn gáfúst ekki upp og Daniel Parejo minnkaði muninn fyrir hlé.

Cristiano Ronaldo kom Real í 1-3 eftir 57. mínútur en þrátt fyrir erfiða stöðu héldu heimamenn áfram að sækja.  Á 82. mínútu var Alvaro Arbeloa, varnarmanni Real, vikið af velli og það nýttu heimamenn sér þrem mínútum síðar er Juan Albin minnkaði muninn í 2-3.

Leikmenn Getafe seldu sig dýrt á lokamínútunum og þjörmuðu að hinu rándýra liði Madridinga. Það bar þó ekki árangur og lærisveinar José Mourinho fóru því með öll stigin heim.

Barcelona er á toppi deildarinnar með 46 stig og Madrid er með 44. Villarreal er svo í þriðja sæti með 36 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×