Boða 320 milljarða sveiflu 28. október 2011 05:45 Það er mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða muni gerbylta rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Ný úttekt fyrirtækisins, sem unnin var fyrir LÍÚ, sýnir að neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna yrðu um 320 milljarðar króna á fimmtán árum. Jafnframt yrði að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir fyrir 212 milljarða. Afskriftir af þessari stærðargráðu myndu hafa slík áhrif á eigið fé fyrirtækja að gjaldþrot blasti við mörgum þeirra. Höggið yrði þungt fyrir helstu lánastofnanir sjávarútvegsins, sérstaklegaLandsbankann vegna samsetningar lánasafns bankans. Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, segir fernt myndu hafa neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna, en hugtakið stendur fyrir breytingar á handbæru fé eða sjóðseign félags á ákveðnu rekstrartímabili. „Viðsnúningurinn yrði sá að öfugt við jákvætt sjóðstreymi um 150 milljarða yrði það neikvætt um 170 milljarða króna. Það sem hefur áhrif er bann við framsali aflaheimilda, hækkun veiðigjalds og pottarnir.“ Deloitte, líkt og Landsbankinn, gefur sér einnig þær forsendur, að fyrirtækin þurfi að borga niður allar skuldir sínar á fimmtán árum, sem gangi gegn eðlilegum rekstri. „Menn fjárfesta og taka ný lán í eðlilegu kerfi,“ segir Þorvarður og bætir við að ekkert svigrúm verði til eðlilegrar uppbyggingar verði af boðuðum breytingum. Samkvæmt lögum um ársreikninga og alþjóðlegum reglum um reikningsskil þyrfti að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir strax. „Það er okkar niðurstaða að þessi eign yrði ekki lengur til staðar og hefði samsvarandi neikvæð áhrif á eigið fé fyrirtækjanna.“ Nefndar aflaheimildir í efnahagsreikningum fyrirtækjanna eru rúmir 212 milljarðar. Spurður um áhrif þessa segir Þorvarður að þetta drepi fyrirtækin en komi ekki síður illa vð lánastofnanir, sérstaklega Landsbankann. Ríkið, sem eigandi bankans, þyrfti að öllum líkindum að leggja Landsbankanum til fé til að standast áfallið, að mati Þorvarðar. - shá Fréttir Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Það er mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða muni gerbylta rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Ný úttekt fyrirtækisins, sem unnin var fyrir LÍÚ, sýnir að neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna yrðu um 320 milljarðar króna á fimmtán árum. Jafnframt yrði að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir fyrir 212 milljarða. Afskriftir af þessari stærðargráðu myndu hafa slík áhrif á eigið fé fyrirtækja að gjaldþrot blasti við mörgum þeirra. Höggið yrði þungt fyrir helstu lánastofnanir sjávarútvegsins, sérstaklegaLandsbankann vegna samsetningar lánasafns bankans. Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, segir fernt myndu hafa neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna, en hugtakið stendur fyrir breytingar á handbæru fé eða sjóðseign félags á ákveðnu rekstrartímabili. „Viðsnúningurinn yrði sá að öfugt við jákvætt sjóðstreymi um 150 milljarða yrði það neikvætt um 170 milljarða króna. Það sem hefur áhrif er bann við framsali aflaheimilda, hækkun veiðigjalds og pottarnir.“ Deloitte, líkt og Landsbankinn, gefur sér einnig þær forsendur, að fyrirtækin þurfi að borga niður allar skuldir sínar á fimmtán árum, sem gangi gegn eðlilegum rekstri. „Menn fjárfesta og taka ný lán í eðlilegu kerfi,“ segir Þorvarður og bætir við að ekkert svigrúm verði til eðlilegrar uppbyggingar verði af boðuðum breytingum. Samkvæmt lögum um ársreikninga og alþjóðlegum reglum um reikningsskil þyrfti að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir strax. „Það er okkar niðurstaða að þessi eign yrði ekki lengur til staðar og hefði samsvarandi neikvæð áhrif á eigið fé fyrirtækjanna.“ Nefndar aflaheimildir í efnahagsreikningum fyrirtækjanna eru rúmir 212 milljarðar. Spurður um áhrif þessa segir Þorvarður að þetta drepi fyrirtækin en komi ekki síður illa vð lánastofnanir, sérstaklega Landsbankann. Ríkið, sem eigandi bankans, þyrfti að öllum líkindum að leggja Landsbankanum til fé til að standast áfallið, að mati Þorvarðar. - shá
Fréttir Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira