Bein tenging krónu og evru verði skoðuð 27. október 2011 05:00 forsetinn Gylfi Arnbjörnsson sagði líkur á að kaupmáttarforsendur kjarasamninga myndu standa, en reyna myndi á gengis- og verðlagsforsendur. Endurskoðun kjarasamninga fer fram í janúar.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stefnu í peninga- og verðlagsmálum vera lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs og endurheimt fyrri lífskjara. Hann vill skoða hvort fara eigi í milliliðalausar viðræður við forystumenn helstu ríkja Evrópu um styrkingu gjaldmiðilsins, jafnvel að tengja krónuna beint við evru. Skoða þarf hvort stuðningur fæst frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og norrænu ríkjunum við slíka tengingu. „Þannig gæti almenningur og fyrirtæki fyrr notið þeirra vaxtalækkana og stöðugleika sem við þurfum á að halda,“ segir Gylfi. Gylfi hélt ræðu á formannafundi ASÍ í gær. Þar sagði hann ýmislegt hafa áunnist eftir hrun. Tekist hefði að verja kaupmátt þeirra tekjulægstu og með kjarasamningum í vor hefði uppbygging kaupmáttar almennra launamanna hafist. Mikilvægar réttarbætur hefðu náðst fyrir fólk í miklum greiðsluerfiðleikum og tekist hefði að verja viðkvæmustu hluta heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfisins, þótt óhjákvæmilegur niðurskurður hefði komið við alla landsmenn. Þá hefði, öfugt við þróun í öðrum löndum, tekist að lengja réttinn til atvinnuleysisbóta tímabundið í fjögur ár. „Það sem ekki hefur tekist á þessari vegferð er að koma gangverki atvinnulífsins í gang, að skapa störf og auka tekjur okkar félagsmanna.“ Gylfi sagði allar líkur á því að kaupmáttarákvæði kjarasamninga næðust, en reyna myndi á gengis- og verðlagsforsendur. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt erindi á fundinum. Hún sagði fjölmargt hafa áunnist frá hruni og þar bæri hæst viðsnúning á ríkisfjármálum. Árið 2008 hefði verið 222 milljarða króna halli á ríkissjóði en á næsta ári yrði 40 milljarða króna afgangur. Þetta væri viðsnúningur upp á 260 milljarða sem hefði að mestu, eða 54 prósentum, náðst með samdrætti í útgjöldum. Forsætisráðherra sagði risavaxin verkefni blasa við. Stærsta umbótaverkefnið fram undan væri umsókn að Evrópusambandinu. Þá væri mikilvægt að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggja það að þjóðin nyti arðs af auðlindum sínum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stefnu í peninga- og verðlagsmálum vera lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs og endurheimt fyrri lífskjara. Hann vill skoða hvort fara eigi í milliliðalausar viðræður við forystumenn helstu ríkja Evrópu um styrkingu gjaldmiðilsins, jafnvel að tengja krónuna beint við evru. Skoða þarf hvort stuðningur fæst frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og norrænu ríkjunum við slíka tengingu. „Þannig gæti almenningur og fyrirtæki fyrr notið þeirra vaxtalækkana og stöðugleika sem við þurfum á að halda,“ segir Gylfi. Gylfi hélt ræðu á formannafundi ASÍ í gær. Þar sagði hann ýmislegt hafa áunnist eftir hrun. Tekist hefði að verja kaupmátt þeirra tekjulægstu og með kjarasamningum í vor hefði uppbygging kaupmáttar almennra launamanna hafist. Mikilvægar réttarbætur hefðu náðst fyrir fólk í miklum greiðsluerfiðleikum og tekist hefði að verja viðkvæmustu hluta heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfisins, þótt óhjákvæmilegur niðurskurður hefði komið við alla landsmenn. Þá hefði, öfugt við þróun í öðrum löndum, tekist að lengja réttinn til atvinnuleysisbóta tímabundið í fjögur ár. „Það sem ekki hefur tekist á þessari vegferð er að koma gangverki atvinnulífsins í gang, að skapa störf og auka tekjur okkar félagsmanna.“ Gylfi sagði allar líkur á því að kaupmáttarákvæði kjarasamninga næðust, en reyna myndi á gengis- og verðlagsforsendur. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt erindi á fundinum. Hún sagði fjölmargt hafa áunnist frá hruni og þar bæri hæst viðsnúning á ríkisfjármálum. Árið 2008 hefði verið 222 milljarða króna halli á ríkissjóði en á næsta ári yrði 40 milljarða króna afgangur. Þetta væri viðsnúningur upp á 260 milljarða sem hefði að mestu, eða 54 prósentum, náðst með samdrætti í útgjöldum. Forsætisráðherra sagði risavaxin verkefni blasa við. Stærsta umbótaverkefnið fram undan væri umsókn að Evrópusambandinu. Þá væri mikilvægt að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggja það að þjóðin nyti arðs af auðlindum sínum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira