Vinnuvernd og ábyrgð atvinnurekenda 26. október 2011 06:00 Ísland hefur tekið virkan þátt í evrópskri vinnuverndarviku sem Evrópusambandið hefur staðið fyrir árlega frá árinu 2000. Viðfangsefni vinnuverndarvikunnar í ár snýst um viðhald og viðgerðir véla og tækja og öryggi þeirra sem sinna viðhaldsvinnu, oft við erfiðar aðstæður og undir miklu álagi. Samkvæmt upplýsingum Vinnuverndarstofnunar Evrópu er talið að 15–20% allra vinnuslysa tengist viðhaldsvinnu og um 10–15% allra banaslysa. Hér er því mikið í húfi og mikill ávinningur fólginn í öflugu forvarnarstarfi. Vinnueftirlit ríkisins er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og sinnir fjölbreyttum verkefnum á því sviði. Stofnunin ber ábyrgð á framkvæmd laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og gegnir því ríku eftirlitshlutverki samhliða því að sinna fræðslu um vinnuvernd og vinna að rannsóknum á þessu sviði. Eftirlitshlutverk Vinnueftirlitsins er mikilvægt og stofnunin hefur ýmis úrræði sem hún getur gripið til ef öryggi á vinnustöðum er áfátt. Fræðsluhlutverk stofnunarinnar vegur þó ef til vill þyngst, því árangur á sviði vinnuverndar veltur á því að stjórnendur og starfsfólk vinnustaða sé vel upplýst og meðvitað um þær hættur sem eru fyrir hendi í vinnuumhverfinu, hvernig megi forðast þær og hvaða aðgerðir og úrræði stuðla að öryggi á vinnustað. Enn eitt mikilvægt hlutverk Vinnueftirlitsins felst í því að fylgja eftir skráningu upplýsinga um vinnuslys sem atvinnurekendum er skylt að tilkynna til stofnunarinnar samkvæmt lögum. Vinnuvernd spannar vítt svið og er í eðli sínu flókin. Þetta segir sig sjálft þegar maður leiðir hugann að fjölbreytni atvinnulífsins þar sem fólk starfar við flókin tæki og vélbúnað, notar margvísleg verkfæri, stýrir þungavinnuvélum, vinnur í mikilli hæð, meðhöndlar hættuleg efni og svo mætti lengi telja. Mikill fjöldi reglna og reglugerða heyra undir vinnuverndarlöggjöfina sem brýnt er að farið sé eftir undir öllum kringumstæðum. Skyndilegar bilanir véla og tækja geta skapað hættuástand á vinnustað. Oft er mikið í húfi þegar bilun veldur því að stöðva þarf framleiðslu eða gera hlé á framkvæmdum. Þessar aðstæður geta skapað mikinn þrýsting á þá sem sinna viðhaldi og viðgerðum, að finna orsökina sem fyrst og koma hlutunum í lag. Miklu skiptir að álag af þessum völdum leiði ekki til þess að nauðsynlegum öryggisráðstöfunum sé ýtt til hliðar, því þá er voðinn vís. Kerfisbundið eftirlit og viðhald er ein mikilvægasta leiðin til að fyrirbyggja óvæntar bilanir og óvissuástand sem af því getur hlotist. Áhersla evrópsku vinnuverndarvikunnar er á þessa þætti og hefur Vinnueftirlitið sett upp metnaðarfulla dagskrá í tilefni hennar. Áhersla er lögð á heimsóknir í fyrirtæki þar sem þessi mál eru kynnt stjórnendum og fulltrúum starfsmanna auk ýmissa annarra leiða til að koma á framfæri fræðslu og upplýsingum um örugga viðhaldsvinnu. Vinnueftirlitið vekur einnig athygli á því sem vel er gert með því að veita viðurkenningu þeim fyrirtækjum sem skarað hafa fram úr á þessu sviði. Frá því að lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum voru sett hér á landi og tóku gildi árið 1981 hefur verið lyft grettistaki á sviði vinnuverndar. Vinnuvernd er forvarnarstarf sem fæstir leiða hugann að dags daglega þegar lífið gengur sinn vanagang. Þau slys sem tekst að fyrirbyggja með öflugu vinnuverndarstarfi vekja skiljanlega enga athygli og komast ekki í fréttir. Það er hins vegar mikilvægt að atvinnurekendur eigi reglulegt og gott samstarf við Vinnueftirlitið, sæki þangað ráðgjöf og leiðbeiningar eftir þörfum, hlíti fyrirmælum stofnunarinnar og sýni jafnframt frumkvæði í því að auka öryggi á vinnustað. Í þessum málum gildir að engar fréttir eru góðar fréttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur tekið virkan þátt í evrópskri vinnuverndarviku sem Evrópusambandið hefur staðið fyrir árlega frá árinu 2000. Viðfangsefni vinnuverndarvikunnar í ár snýst um viðhald og viðgerðir véla og tækja og öryggi þeirra sem sinna viðhaldsvinnu, oft við erfiðar aðstæður og undir miklu álagi. Samkvæmt upplýsingum Vinnuverndarstofnunar Evrópu er talið að 15–20% allra vinnuslysa tengist viðhaldsvinnu og um 10–15% allra banaslysa. Hér er því mikið í húfi og mikill ávinningur fólginn í öflugu forvarnarstarfi. Vinnueftirlit ríkisins er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og sinnir fjölbreyttum verkefnum á því sviði. Stofnunin ber ábyrgð á framkvæmd laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og gegnir því ríku eftirlitshlutverki samhliða því að sinna fræðslu um vinnuvernd og vinna að rannsóknum á þessu sviði. Eftirlitshlutverk Vinnueftirlitsins er mikilvægt og stofnunin hefur ýmis úrræði sem hún getur gripið til ef öryggi á vinnustöðum er áfátt. Fræðsluhlutverk stofnunarinnar vegur þó ef til vill þyngst, því árangur á sviði vinnuverndar veltur á því að stjórnendur og starfsfólk vinnustaða sé vel upplýst og meðvitað um þær hættur sem eru fyrir hendi í vinnuumhverfinu, hvernig megi forðast þær og hvaða aðgerðir og úrræði stuðla að öryggi á vinnustað. Enn eitt mikilvægt hlutverk Vinnueftirlitsins felst í því að fylgja eftir skráningu upplýsinga um vinnuslys sem atvinnurekendum er skylt að tilkynna til stofnunarinnar samkvæmt lögum. Vinnuvernd spannar vítt svið og er í eðli sínu flókin. Þetta segir sig sjálft þegar maður leiðir hugann að fjölbreytni atvinnulífsins þar sem fólk starfar við flókin tæki og vélbúnað, notar margvísleg verkfæri, stýrir þungavinnuvélum, vinnur í mikilli hæð, meðhöndlar hættuleg efni og svo mætti lengi telja. Mikill fjöldi reglna og reglugerða heyra undir vinnuverndarlöggjöfina sem brýnt er að farið sé eftir undir öllum kringumstæðum. Skyndilegar bilanir véla og tækja geta skapað hættuástand á vinnustað. Oft er mikið í húfi þegar bilun veldur því að stöðva þarf framleiðslu eða gera hlé á framkvæmdum. Þessar aðstæður geta skapað mikinn þrýsting á þá sem sinna viðhaldi og viðgerðum, að finna orsökina sem fyrst og koma hlutunum í lag. Miklu skiptir að álag af þessum völdum leiði ekki til þess að nauðsynlegum öryggisráðstöfunum sé ýtt til hliðar, því þá er voðinn vís. Kerfisbundið eftirlit og viðhald er ein mikilvægasta leiðin til að fyrirbyggja óvæntar bilanir og óvissuástand sem af því getur hlotist. Áhersla evrópsku vinnuverndarvikunnar er á þessa þætti og hefur Vinnueftirlitið sett upp metnaðarfulla dagskrá í tilefni hennar. Áhersla er lögð á heimsóknir í fyrirtæki þar sem þessi mál eru kynnt stjórnendum og fulltrúum starfsmanna auk ýmissa annarra leiða til að koma á framfæri fræðslu og upplýsingum um örugga viðhaldsvinnu. Vinnueftirlitið vekur einnig athygli á því sem vel er gert með því að veita viðurkenningu þeim fyrirtækjum sem skarað hafa fram úr á þessu sviði. Frá því að lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum voru sett hér á landi og tóku gildi árið 1981 hefur verið lyft grettistaki á sviði vinnuverndar. Vinnuvernd er forvarnarstarf sem fæstir leiða hugann að dags daglega þegar lífið gengur sinn vanagang. Þau slys sem tekst að fyrirbyggja með öflugu vinnuverndarstarfi vekja skiljanlega enga athygli og komast ekki í fréttir. Það er hins vegar mikilvægt að atvinnurekendur eigi reglulegt og gott samstarf við Vinnueftirlitið, sæki þangað ráðgjöf og leiðbeiningar eftir þörfum, hlíti fyrirmælum stofnunarinnar og sýni jafnframt frumkvæði í því að auka öryggi á vinnustað. Í þessum málum gildir að engar fréttir eru góðar fréttir.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar