Kort af leið ræningjanna - Þaulskipulagðir á þremur bílum 18. október 2011 11:15 Lögreglan leitar enn þriggja manna sem frömdu vopnað rán í verslun Michelsen úrsmiða á ellefta tímanum í gærmorgun. Ræningjarnir ógnuðu starfsfólki í versluninni með byssum og komust undan með talsvert af dýrum armbandsúrum. Mennirnir komu inn í verslunina skömmu eftir opnun. Þeir ógnuðu starfsfólkinu með byssum og skipuðu því á ensku að leggjast á gólfið. Frank Michelsen úrsmiður var staddur í versluninni í gærmorgun ásamt syni sínum og konu sem starfar í búðinni. Hann telur víst að hleypt hafi verið af einhvers konar skoti inni í búðinni á meðan starfsfólkið lá á gólfinu. Frank telur að það hafi verið gert til að ógna þeim enn frekar. Starfsfólk í nálægum verslunum sagðist í samtali við Fréttablaðið einnig hafa talið sig hafa heyrt skothvelli. Tvær byssur hafa fundist og reyndust báðar vera eftirlíkingar. Lögregla hefur hins vegar ekki viljað gefa fjölmiðlum neinar frekari upplýsingar um ránið. Mennirnir brutu upp skápa með bareflum og tóku aðeins armbandsúr frá Rolex, Tudor og Michelsen. Úrin kosta allt að eina og hálfa milljón hvert. Að sögn Franks tóku mennirnir öll þau Rolex-úr sem þeir náðu í. Tjónið er því mikið, þótt hann vilji ekki nefna neina upphæð. „Svo er tjónið sem verður þegar glerið hrynur ofan á aðrar vörur." Mennirnir huldu andlit sín að sögn Franks. Hann segir þá hafa verið með einhvers konar klúta upp að augum og með húfur og hettur til að hylja efri hluta andlitsins. Að loknu ráninu, sem tók aðeins um mínútu að mati Franks, hlupu mennirnir upp á Vegamótastíg og óku í burtu. Frank sagði ránið augljóslega hafa verið þaulskipulagt. „Það er alveg ljóst að þetta var ekki ákveðið yfir kaffibolla," segir hann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ræningjarnir taldir hafa notað að minnsta kosti þrjá stolna bíla í tengslum við ránið. Að sögn Franks var Audi-bílnum lagt á Vegamótastíg, rétt hjá versluninni, á sunnudagskvöld eða -nótt. Þann bíl notuðu ræningjarnir svo til að komast burt af ránsstaðnum og að Smáragötu þar sem hann fannst skömmu síðar. Annar bíll, silfraður Volkswagen Passat, fannst í gangi á Vegamótastíg skömmu eftir ránið. Líklegt er að hann hafi verið notaður til að koma ræningjunum á staðinn í gærmorgun. Þriðji bíllinn er ófundinn eftir þeim upplýsingum sem Fréttablaðið hefur. Lögreglan fékk allar myndbandsupptökur úr versluninni í gær en ránið náðist allt á öryggismyndavélar. Frank segir mikilvægast að allir séu heilir á húfi og ekki sé endilega aðalatriði að úrin finnist, „heldur að þetta geti ekki viðgengist á Íslandi, að svona rán séu framin hér á okkar friðsæla landi – sem hefur verið". thorunn@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ógnuðu starfsfólki með byssum Vopnað rán var framið í Michaelsen úraverslun á Laugavegi um klukkan hálf ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu þrír menn, sem allir voru vopnaðir skambyssum, inn í verslunina og tæmdu þar hillur með dýrum úrum. 17. október 2011 10:38 Ræningjarnir ganga enn lausir Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni. 17. október 2011 11:52 Vopnað rán á Laugavegi: Þekkir þú manninn á myndinni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. 18. október 2011 11:04 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Lögreglan leitar enn þriggja manna sem frömdu vopnað rán í verslun Michelsen úrsmiða á ellefta tímanum í gærmorgun. Ræningjarnir ógnuðu starfsfólki í versluninni með byssum og komust undan með talsvert af dýrum armbandsúrum. Mennirnir komu inn í verslunina skömmu eftir opnun. Þeir ógnuðu starfsfólkinu með byssum og skipuðu því á ensku að leggjast á gólfið. Frank Michelsen úrsmiður var staddur í versluninni í gærmorgun ásamt syni sínum og konu sem starfar í búðinni. Hann telur víst að hleypt hafi verið af einhvers konar skoti inni í búðinni á meðan starfsfólkið lá á gólfinu. Frank telur að það hafi verið gert til að ógna þeim enn frekar. Starfsfólk í nálægum verslunum sagðist í samtali við Fréttablaðið einnig hafa talið sig hafa heyrt skothvelli. Tvær byssur hafa fundist og reyndust báðar vera eftirlíkingar. Lögregla hefur hins vegar ekki viljað gefa fjölmiðlum neinar frekari upplýsingar um ránið. Mennirnir brutu upp skápa með bareflum og tóku aðeins armbandsúr frá Rolex, Tudor og Michelsen. Úrin kosta allt að eina og hálfa milljón hvert. Að sögn Franks tóku mennirnir öll þau Rolex-úr sem þeir náðu í. Tjónið er því mikið, þótt hann vilji ekki nefna neina upphæð. „Svo er tjónið sem verður þegar glerið hrynur ofan á aðrar vörur." Mennirnir huldu andlit sín að sögn Franks. Hann segir þá hafa verið með einhvers konar klúta upp að augum og með húfur og hettur til að hylja efri hluta andlitsins. Að loknu ráninu, sem tók aðeins um mínútu að mati Franks, hlupu mennirnir upp á Vegamótastíg og óku í burtu. Frank sagði ránið augljóslega hafa verið þaulskipulagt. „Það er alveg ljóst að þetta var ekki ákveðið yfir kaffibolla," segir hann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ræningjarnir taldir hafa notað að minnsta kosti þrjá stolna bíla í tengslum við ránið. Að sögn Franks var Audi-bílnum lagt á Vegamótastíg, rétt hjá versluninni, á sunnudagskvöld eða -nótt. Þann bíl notuðu ræningjarnir svo til að komast burt af ránsstaðnum og að Smáragötu þar sem hann fannst skömmu síðar. Annar bíll, silfraður Volkswagen Passat, fannst í gangi á Vegamótastíg skömmu eftir ránið. Líklegt er að hann hafi verið notaður til að koma ræningjunum á staðinn í gærmorgun. Þriðji bíllinn er ófundinn eftir þeim upplýsingum sem Fréttablaðið hefur. Lögreglan fékk allar myndbandsupptökur úr versluninni í gær en ránið náðist allt á öryggismyndavélar. Frank segir mikilvægast að allir séu heilir á húfi og ekki sé endilega aðalatriði að úrin finnist, „heldur að þetta geti ekki viðgengist á Íslandi, að svona rán séu framin hér á okkar friðsæla landi – sem hefur verið". thorunn@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ógnuðu starfsfólki með byssum Vopnað rán var framið í Michaelsen úraverslun á Laugavegi um klukkan hálf ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu þrír menn, sem allir voru vopnaðir skambyssum, inn í verslunina og tæmdu þar hillur með dýrum úrum. 17. október 2011 10:38 Ræningjarnir ganga enn lausir Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni. 17. október 2011 11:52 Vopnað rán á Laugavegi: Þekkir þú manninn á myndinni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. 18. október 2011 11:04 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Ógnuðu starfsfólki með byssum Vopnað rán var framið í Michaelsen úraverslun á Laugavegi um klukkan hálf ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu þrír menn, sem allir voru vopnaðir skambyssum, inn í verslunina og tæmdu þar hillur með dýrum úrum. 17. október 2011 10:38
Ræningjarnir ganga enn lausir Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni. 17. október 2011 11:52
Vopnað rán á Laugavegi: Þekkir þú manninn á myndinni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. 18. október 2011 11:04