Erlent

Óróaseggir frá Sögueyjunni

Innrás frá Sögueyjunni skrifaði Altaposten í Noregi vegna drykkjuláta fjögurra Íslendinga í Alta aðfaranótt laugardags.

Tveir Íslendingar eru sagðir hafa lent í átökum við gest á veitingastað. Gesturinn nefbrotnaði og þegar lögreglan kom á staðinn var annar Íslendinganna þar enn. Sá var beðinn um að yfirgefa staðinn en þar sem hann hlýddi ekki var honum stungið inn.

Síðar um nóttina var tilkynnt um slagsmál á öðrum veitingastað. Þremur Íslendingum, sem ekki vildu fara út þegar búið var að loka, lenti saman. Tveir þeirra höfðu áður verið beðnir um að fara úr miðbænum. Öllum þremur var stungið inn.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×