Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni 11. október 2011 04:15 Ekki lengur eftirlýstur Bandaríkir alríkislögreglumenn þegar fjölmiðlum var skýrt frá handtöku Bulgers í júní.nordicphotos/AFP Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James „Whitey“ Bulger. „Þeir geta ekki tryggt hundrað prósent að hún geti verið örugg áfram,“ var haft eftir Michael Sullivan, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í öðru dagblaði frá Boston, nefnilega Boston Herald: „Þetta var óþörf birting og óþörf áreitni,“ sagði Sullivan. Nokkuð var fjallað um málið í bandarískum fjölmiðlum í gær þar sem blaðamenn á Boston Globe voru gagnrýndir fyrir að birta nafn Önnu opinberlega. Bandaríska alríkislögreglan FBI greiddi Önnu jafnvirði 230 milljóna króna fyrir upplýsingarnar, sem leiddu til handtöku Bulgers og vinkonu hans í júní. Anna bjó um hríð í sama húsi og Bulger í Kaliforníu og bar kennsl á hann á mynd sem birt var á sjónvarpsstöðinni CNN. Sullivan segir þessa birtingu geta orðið til þess að fólk hiki við að veita lögreglunni upplýsingar um eftirlýsta glæpamenn, ef ekki sé hægt að treysta því að trúnaður haldi. Michael Kendall, fyrrverandi alríkissaksóknari, segir blaðið hugsanlega hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að birta nafn Önnu – „en það þýðir ekki að það eigi að gera það“. Bulger var glæpaforingi í Boston og er sakaður um nítján morð. Hann er nú kominn yfir áttrætt og hafði áratugum saman verið í felum í íbúð sinni í Kaliforníu ásamt vinkonu sinni, Catherine Craig, sem er sextug. Flestir fjölmiðlar vestra hafa þó tekið upp þráðinn frá Boston Globe og birt nafn Önnu, jafnvel þótt einhver hætta sé á því að félagar Bulgers leiti hana uppi. Hann var hins vegar orðinn einangraður og vinafár. Blaðamenn Boston Globe skýra frá samtölum við nágranna Bulgers, sem segja hann hafa haft hægt um sig og talað við fáa. Hann hafi hins vegar virst vera ósköp venjulegt gamalmenni og kom mörgum á óvart að hann hefði verið harðsvíraður glæpamaður. gudsteinn@frettabladid.is Bandaríkin Fréttir James Whitey Bulger Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James „Whitey“ Bulger. „Þeir geta ekki tryggt hundrað prósent að hún geti verið örugg áfram,“ var haft eftir Michael Sullivan, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í öðru dagblaði frá Boston, nefnilega Boston Herald: „Þetta var óþörf birting og óþörf áreitni,“ sagði Sullivan. Nokkuð var fjallað um málið í bandarískum fjölmiðlum í gær þar sem blaðamenn á Boston Globe voru gagnrýndir fyrir að birta nafn Önnu opinberlega. Bandaríska alríkislögreglan FBI greiddi Önnu jafnvirði 230 milljóna króna fyrir upplýsingarnar, sem leiddu til handtöku Bulgers og vinkonu hans í júní. Anna bjó um hríð í sama húsi og Bulger í Kaliforníu og bar kennsl á hann á mynd sem birt var á sjónvarpsstöðinni CNN. Sullivan segir þessa birtingu geta orðið til þess að fólk hiki við að veita lögreglunni upplýsingar um eftirlýsta glæpamenn, ef ekki sé hægt að treysta því að trúnaður haldi. Michael Kendall, fyrrverandi alríkissaksóknari, segir blaðið hugsanlega hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að birta nafn Önnu – „en það þýðir ekki að það eigi að gera það“. Bulger var glæpaforingi í Boston og er sakaður um nítján morð. Hann er nú kominn yfir áttrætt og hafði áratugum saman verið í felum í íbúð sinni í Kaliforníu ásamt vinkonu sinni, Catherine Craig, sem er sextug. Flestir fjölmiðlar vestra hafa þó tekið upp þráðinn frá Boston Globe og birt nafn Önnu, jafnvel þótt einhver hætta sé á því að félagar Bulgers leiti hana uppi. Hann var hins vegar orðinn einangraður og vinafár. Blaðamenn Boston Globe skýra frá samtölum við nágranna Bulgers, sem segja hann hafa haft hægt um sig og talað við fáa. Hann hafi hins vegar virst vera ósköp venjulegt gamalmenni og kom mörgum á óvart að hann hefði verið harðsvíraður glæpamaður. gudsteinn@frettabladid.is
Bandaríkin Fréttir James Whitey Bulger Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent