Húsdýrin á hanka 11. október 2011 16:00 Ólafur þór Erlendsson og Silvía Kristjánsdóttir. Snagana hugsa Sylvía og Ólafur fyrir barnafatnað en segja þjóðlega rómantíkina í formunum höfða til ungra sem aldinna. Hani, krummi, hundur, svín er heiti nýrra snaga úr áli eftir þau Ólaf Þór Erlendsson og Silvíu Kristjánsdóttur. Snagana kynntu þau á HönnunarMars í Epal í vor og nú eru fyrstu eintökin komin í framleiðslu. Form sitt og nafn draga snagarnir af gamalli íslenskri þjóðvísu, en Ólafur og Sylvía vinna saman undir heitinu Hár úr hala. „Við höfum bæði áhuga á sögum og það verðurlíklega undirtónninn í okkar vörum," útskýrir Ólafur, en nafn hönnunarteymisins er einmitt fengið úr sögunni um Búkollu. „Þar eru hár úr hala Búkollu notuð til að skapa eitthvað nýtt, eins og við gerum úr efni," bætir hann við. „Vísurnar eru mjög myndrænar og okkur fannst þær henta vel í þetta verkefni," segir Sylvía. „Við hugsum snagana fyrir unga sem aldna. Litirnir eru svartur hvítur og grár svo þeir fara vel inni í forstofu." Snagarnir segja því ekki bara sögu heldur eru þarfaþing og leggja Ólafur og Sylvía bæði áherslu á notagildið í hönnuninni. Snagarnir eru laser-skornir úr plötuáli, beygðir og pólýhúðaðir og hvergi eru suður eða samsetningar. Fyrstu útgáfurnar eru með þremur og fjórum hönkum en von er á minni snögum með tveimur hönkum og einu dýranna úr vísunni, fyrir jólin. Snagarnir er fyrsta vöruhönnun þeirra beggja sem fer í fjöldaframleiðslu. Ólafur er innanhúsarkitekt og húsgagnahönnuður og Sylvía er grafískur hönnuður. Þau stefna nú á að koma fleiri vörum á markað. „Það eru margar hugmyndir á teikniborðinu í þessum sama anda," segir Ólafur og Sylvía tekur undir það, þjóðsögurnar höfði sterkt til þeirra beggja. „Það er ákveðin fortíðarþrá þarna á ferðinni og þjóðleg rómantík sem snertir okkur öll." Til að byrja munu snagarnir fást í Epal Skeifunni, Epal design í Leifsstöð og Epal í Hörpu. Nánar um hönnun Hár úr hala er að finna á harurhala.isheida@frettabladid.is HönnunarMars Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Snagana hugsa Sylvía og Ólafur fyrir barnafatnað en segja þjóðlega rómantíkina í formunum höfða til ungra sem aldinna. Hani, krummi, hundur, svín er heiti nýrra snaga úr áli eftir þau Ólaf Þór Erlendsson og Silvíu Kristjánsdóttur. Snagana kynntu þau á HönnunarMars í Epal í vor og nú eru fyrstu eintökin komin í framleiðslu. Form sitt og nafn draga snagarnir af gamalli íslenskri þjóðvísu, en Ólafur og Sylvía vinna saman undir heitinu Hár úr hala. „Við höfum bæði áhuga á sögum og það verðurlíklega undirtónninn í okkar vörum," útskýrir Ólafur, en nafn hönnunarteymisins er einmitt fengið úr sögunni um Búkollu. „Þar eru hár úr hala Búkollu notuð til að skapa eitthvað nýtt, eins og við gerum úr efni," bætir hann við. „Vísurnar eru mjög myndrænar og okkur fannst þær henta vel í þetta verkefni," segir Sylvía. „Við hugsum snagana fyrir unga sem aldna. Litirnir eru svartur hvítur og grár svo þeir fara vel inni í forstofu." Snagarnir segja því ekki bara sögu heldur eru þarfaþing og leggja Ólafur og Sylvía bæði áherslu á notagildið í hönnuninni. Snagarnir eru laser-skornir úr plötuáli, beygðir og pólýhúðaðir og hvergi eru suður eða samsetningar. Fyrstu útgáfurnar eru með þremur og fjórum hönkum en von er á minni snögum með tveimur hönkum og einu dýranna úr vísunni, fyrir jólin. Snagarnir er fyrsta vöruhönnun þeirra beggja sem fer í fjöldaframleiðslu. Ólafur er innanhúsarkitekt og húsgagnahönnuður og Sylvía er grafískur hönnuður. Þau stefna nú á að koma fleiri vörum á markað. „Það eru margar hugmyndir á teikniborðinu í þessum sama anda," segir Ólafur og Sylvía tekur undir það, þjóðsögurnar höfði sterkt til þeirra beggja. „Það er ákveðin fortíðarþrá þarna á ferðinni og þjóðleg rómantík sem snertir okkur öll." Til að byrja munu snagarnir fást í Epal Skeifunni, Epal design í Leifsstöð og Epal í Hörpu. Nánar um hönnun Hár úr hala er að finna á harurhala.isheida@frettabladid.is
HönnunarMars Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira